Sport

Framarar hafa ekki unnið á Hlíðarenda í tæpa 46 mánuði

Framarar hafa ekki byrjað betur í karlahandboltanum í sex ár en þeir eru með fullt hús á toppi N1 deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Framarar mæta því fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda í kvöld þar sem þeir hafa ekki unnið í tæpa 46 mánuði eða síðan í desember 2007.

Handbolti

Muller hafnaði Chelsea

Þýski landsliðsmaðurinn Thomas Muller segist hafa hafnað tilboði frá Chelsea eftir HM 2010. Muller sló í gegn á mótinu þar sem hann var markahæstur. Hann skoraði einmitt tvisvar í 4-1 sigri Þjóðverja á Englendingum.

Fótbolti

Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík

Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum.

Körfubolti

Umfjöllun: Stelpurnar frá Stykkishólmi byrjuðu á sigri gegn Val

Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum.

Körfubolti

Juventus vill fá Carvalho

Forráðamenn Juventus ætla að styrkja lið sitt í janúarglugganum og þeir hafa nú beint spjótum sínum að portúgalska varnarmanninum Ricardo Carvalho sem leikur með Real Madrid.

Fótbolti

Cassano hættir eftir HM 2014

Hinn umdeildi ítalski framherji, Antonio Cassano, hefur gefið það út að hann muni leggja skóna á hilluna eftir HM í Brasilíu árið 2014.

Fótbolti

Tap í fyrsta leik hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu í fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar liðið sótti Valencia heim í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Valenica vann leikinn 82-66 eftir að hafa verið 44-27 yfir í hálfleik.

Körfubolti

Enn eitt tapið hjá Klinsmann

Þó svo Jurgen Klinsmann sé að koma með ferska strauma inn í bandaríska landsliðið er það ekki enn farið að skila sér í leik liðsins. Bandaríkin töpuðu enn eina ferðina undir stjórn Klinsmann í nótt og að þessu sinni gegn Ekvador, 1-0. Bandaríkin hafa aðeins unnið einn leik af fimm undir stjórn Klinsmann.

Fótbolti

Willum: Menn hafa stóra drauma í Breiðholtinu

„Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum Þór Þórsson sem ráðinn var þjálfari Leiknis fyrr í dag.

Íslenski boltinn

Willum ráðinn þjálfari Leiknis

Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis í 1. deildinni en það var staðfest á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Willum þjálfaði síðast lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Breiðhyltinga.

Íslenski boltinn

Götze er ekki til sölu

Forráðamenn Dortmund segja það ekki koma til greina að selja ungstirnið sitt Mario Götze til Real Madrid. Forráðamenn félagsins segja að Götze verði áfram í Dortmund næstu árin.

Fótbolti