Sport

Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman

"Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld.

Körfubolti

Baldvin: Það spyr enginn hvernig maður kemst áfram

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum, en síðan gerist það sama og í útileiknum að menn fara að slaka allt of mikið á og við vorum í raun bara heppnir að fara áfram í kvöld,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld.

Handbolti

Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur

Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili.

Körfubolti

Umfjöllun: FH er komið áfram í EHF-keppninni þrátt fyrir tap

FH-ingar komust áfram í EHF keppni karla í handbolta eftir að liðið tapaði með einu marki, 27-28, gegn Inita Hasselt frá Belgíu í Kaplakrika og eru því komnir í 32-liða úrslit keppninnar. FH byrjaði leikinn vel og keyrðu í raun yfir gestina í fyrri hálfleik, en Belgarnir komu gríðarlega sterkir til baka og náðu að innbyrða eins mark sigur sem var ekki nóg. Örn Ingi Bjarkason var atkvæðamestur í liði FH með 5 mörk rétt eins og Baldvin Þorsteinsson.

Handbolti

Gunnar: Súrsætur sigur fyrir mig

„Þetta var nauðsynlegur sigur uppá framhaldið að gera. Það er virkilega erfitt að kveðja þessa stráka, en góður maður tekur við liðinu og útlitið er bjart í Mosfellsbænum,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn í dag en hann lætur af störfum eftir leikinn í dag.

Handbolti

Umfjöllun: Afturelding vann botnslaginn á Nesinu

Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp.

Handbolti

Füchse Berlin vann í Danmörku

Þýska félagið Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar og Alexanders Peterssonar, vann í dag góðan sigur á danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg í Meistaradeildinni.

Handbolti

WBA lagði Úlfana

WBA skaust upp í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er það lagði Wolves, 2-0, á heimavelli sínum. Úlfarnir eru í sextánda sæti eftir leikinn.

Enski boltinn

Bruce fúll út í blaðamenn

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er orðinn þreyttur á endalausum sögum um að hann verði brátt rekinn sem stjóri félagsins. Hann segir fréttaflutninginn vera fáranlegan.

Enski boltinn

Robin van Persie sá um Sunderland

Arsenal bar sigur úr býtum gegn Sunderland, 2-1, á Emirates-vellinum í London í dag. Robin van Persie skoraði bæði mörk heimamann í leiknum, en hann hefur verið magnaður fyrir félagið á tímabilinu.

Enski boltinn

Evra segir að Suarez hafi kallað sig niggara

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á því hvort Luis Suarez, framherji Liverpool, hafi verið með kynþáttafordóma í garð hins hörundsdökka bakvarðar Man. Utd, Patrice Evra, í leik liðanna á Anfield í dag.

Enski boltinn

Beckham: Rooney á að fara með á EM

David Beckham hefur bæst í hóp þeirra manna sem segja að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, eigi að taka Wayne Rooney með EM þó svo Rooney verði í banni alla riðlakeppnina.

Fótbolti