Sport

Clemente rekinn frá Kamerún

Spánverjinn Javier Clemente hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Kamerún. Brottreksturinn hefur legið í loftinu í margar vikur enda komst Kamerún ekki í úrslit Afríkubikarsins.

Fótbolti

Dalglish ánægður með Bellamy

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er hæstánægður með framherjann Craig Bellamy en Dalglish segir að leikmaðurinn hafi þroskast mikið frá því hann var síðast hjá félaginu.

Enski boltinn

Þrefalda refsingin afnumin næsta sumar

Eitt af því sem truflar knattspyrnuáhugamenn hvað mest er hin svokallaða þrefalda refsing. Það er þegar dæmt er víti á leikmann, hann fær rautt spjald og fer í bann. Það finnst mörgum allt of grimmt.

Fótbolti

Birgir Leifur í 26.-38. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson er í 26.-38. að loknum fyrsta keppnisdegi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 1 höggi yfir pari vallar í dag eða 73 höggum. Alls komast 22 kylfingar áfram á 2. stig úrtökumótsins af þessum velli.

Golf

Engin flugeldasýning hjá Man. Utd

Man. Utd, Arsenal, Cardiff City og Crystal Palace komust öll áfram í enska deildarbikarnum í kvöld. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, skipti út öllu sínu liði fyrir leikinn gegn D-deildarliði Aldershot en það kom ekki að sök þar sem gæði Aldershot eru takmörkuð.

Enski boltinn

KR-ingarnir sjóðheitir í sænska körfuboltanum

Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons gerðu góða ferð til Uppsala í kvöld þar sem Drekarnir völtuðu yfir heimamenn sem sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Íslendingarnir í liði Sundsvall afar sterkir sem fyrr en þó enginn meir en Jakob Örn Sigurðarson.

Körfubolti

Breska kvennalandsliðið í handbolta kemur á óvart

Bretar ætla að tefla fram handboltaliðum á Ólympíuleikunum næsta sumar og undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana. Bretar hafa verið þekktir fyrir allt annað en afrek á handboltavellinum hingað til og því má segja að þeir séu að byrja frá grunni.

Handbolti

NBA leikmaðurinn Ibaka samdi við Real Madrid

Spænski landsliðsmaðurinn Serge Ibaka hefur samið við Real Madrid en hann hefur látið að sér kveða með NBA-liðinu Oklahoma Thunder undanfarin ár. Ibaka varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu í Litháen í haust en hann er fæddur í Kongó en er með spænskt ríkisfang. Ibaka gerði tveggja mánaða samning við Real Madrid. Ef verkbanninu í NBA deildinni verður aflýst mun Ibaka halda vestur yfir haf og leika með Oklahoma.

Körfubolti

Guðjón Valur í úrvalsliði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu

Guðjón Valur Sigurðsson er í úrvalsliði síðustu umferðar í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 9 mörk fyrir danska stórliðið AG frá Kaupmannahöfn í 31-29 sigri liðsins gegn franska liðinu Montpellier s.l. sunnudag. Liðsfélagi Guðjóns, Niclas Ekberg, var einnig valinn í úrvalsliðið en hann skoraði einnig 9 mörk gegn franska liðinu.

Handbolti

Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið

Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang.

Veiði