Sport

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72

Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa.

Körfubolti

Ferguson svarar Roy Keane fullum hálsi

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni sem Roy Keane, fyrrum fyrirliði United, veitti liðinu eftir tapið gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fótbolti

Lehmann: Afar leiðinlegt að horfa á City spila

Markvörðurinn þýski, Jens Lehmann, er örugglega hæstánægður með að Manchester City er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu þar sem honum þykir margt annað skemmtilegra en að horfa á City-menn spila fótbolta.

Fótbolti

Mancini: Evrópudeildin er mikilvæg

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið muni leggja mikla áherslu á að vinna Evrópudeild UEFA eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fótbolti

Guti: Real Madrid vinnur Barcelona 3-1

Guti, fyrrum stjarna Real Madrid liðsins, er sannfærður um öruggan sigur Real Madrid á móti Barcelona í El Clasico leiknum sem fer fram á Santiago Bernabéu í Madrid á laugardaginn. Real Madrid getur náð sex stiga forskoti á Barcelona með sigri.

Fótbolti

Jarðaför Gary Speed verður aðeins fyrir þá nánustu

Jarðaför Gary Speed fer fram seinna í þessari viku og mun hún fara fram í Wales. Útförin mun fara fram fyrir luktum dyrum og aðeins fjölskylda hans og nánustu vinum verður boðið. Speed svipti sig lífi sunnudagsmorguninn 27. nóvember og öll breska þjóðin sameinaðist í sorg.

Enski boltinn

Við hvað starfa stelpurnar okkar?

Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu á HM hafa fæstar atvinnu af því að spila handbolta. Fimm leikmenn af alls sextán í landsliðshópnum leika með liðum erlendis og 11 leikmenn eru við nám og störf á Íslandi. Reyndar er einn leikmaður í atvinnuleit eins og komið hefur margoft fram.

Handbolti

Utan vallar: Fleiri leikmenn þurfa að fara í sterkari deildir

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í fyrsta sinn í sögunni í úrslitum heimsmeistaramótsins hér í Brasilíu. Þegar þetta er skrifað hefur Ísland leikið þrjá leiki, unnið einn og tapað tveimur. Það er stórt afrek fyrir litla Ísland að vera með lið í þessari keppni. Stelpurnar okkar eru búnar að stimpla sig inn á meðal 24 bestu þjóða heims og það tekur enginn af þeim.

Handbolti

Þjálfari Kínverja stýrir bara með flautunni

Æfingar kínverska landsliðsins hér í Santos hafa vakið mikla athygli. Xindong Wang, þjálfari liðsins, notar ekki röddina til þess að stjórna leikmönnum á æfingum. Hann notar dómaraflautu og hún þagnar varla meðan á æfingunni stendur. Wang sýndi einnig í fyrrakvöld að hann er skapmikill.

Handbolti