Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 25-23 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 8. desember 2011 15:17 Mynd/Anton FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira