Handbolti

HM 2011: Ísland á enn möguleika á 2.-5. sæti í A-riðli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland hefur unnið Svartfjallaland og Angóla á HM til þessa.
Ísland hefur unnið Svartfjallaland og Angóla á HM til þessa. Mynd/Pjetur
Stelpurnar okkar geta enn náð öðru sætinu í A-riðli á HM 2011 í Brasilíu með sigri á Kína og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Sterk lið bíða Íslandi í 16-liða úrslitunum ef stelpurnar komast áfram.

Ísland vann í gær glæsilegan 26-20 sigur á Þýskalandi eftir að hafa verið 11-4 undir í fyrri hálfleik. Hefði Ísland tapað leiknum væri það úr leik og á leiðinni í Forsetabikarinn (keppni þeirra liða sem ekki komast í 16-liða úrslitin).

Það er hins vegar enn möguleiki á því að Ísland endi í fimmta sæti riðilsins en mýmargir möguleikar eru enn í stöðunni og því spennan mjög mikil fyrir lokakeppnisdaginn í A-riðli á föstudaginn kemur.

Það sem stelpurnar munu þó fyrst og fremst hugsa um er að sigur á Kína mun duga til að komast áfram í 16-liða úrslitin, óháð því hvernig aðrir leikir fara fyrr um daginn.

Það liggur einnig ljóst fyrir að það lið sem endar í fjórða sæti A-riðils mætir heimsmeisturum Rússland í 16-liða úrslitunum. Liðið í þriðja sæti A-riðils mætir Spáni. Holland og Suður-Kórea mætast svo á föstudaginn í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti B-riðils.

Vísir fer hér yfir möguleikana sem eru í stöðunni fyrir íslenska landsliðið:

Leikirnir á föstudag (úrslit & staðan):

17.00 Angóla - Þýskaland

19.15 Noregur - Svartfjallaland

21.30 Kína - Ísland

Ísland lendir í öðru sæti:

  • Þýskaland vinnur Angóla
  • Noregur vinnur Svartfjallaland
  • Ísland vinnur Kína
Ísland lendir í þriðja sæti:

  • Þýskaland vinnur Angóla (eða jafntefli)
  • Noregur og Svartfjallaland gera jafntefli
  • Ísland vinnur Kína
Ísland lendir í fjórða sæti:

  • Ísland vinnur Kína
  • úrslit annarra leikja fara á annan veg en áður hefur verið nefnt
eða

  • Ísland og Kína gera jafntefli
eða

  • Angóla vinnur Þýskaland
  • Ísland tapar fyrir Kína
Ísland lendir í fimmta sæti:

  • Þýskaland vinnur Angóla (eða jafntefli)
  • Ísland tapar fyrir Kína



Fleiri fréttir

Sjá meira


×