Handbolti

Þjálfari Kínverja stýrir bara með flautunni

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Xindong Wang flautar og öskrar í Santos. Hann er hér rólegur í stúkunni.fréttablaðið/pjetur
Xindong Wang flautar og öskrar í Santos. Hann er hér rólegur í stúkunni.fréttablaðið/pjetur
Æfingar kínverska landsliðsins hér í Santos hafa vakið mikla athygli. Xindong Wang, þjálfari liðsins, notar ekki röddina til þess að stjórna leikmönnum á æfingum.

Hann notar dómaraflautu og hún þagnar varla meðan á æfingunni stendur. Wang sýndi einnig í fyrrakvöld að hann er skapmikill.

Eftir 23-22 tapleik Kína gegn Þýskalandi missti hann algjörlega stjórn á sér – og það voru aðstoðarmenn hans sem fengu „hárblásarameðferðina“ hjá Wang.

Í stöðunni 23-22 fengu Kínverjar ákjósanlegt færi til þess að jafna, og skiptu þeir markverðinum út af til þess að fjölga í sókninni. Aðstoðarmenn Wang gleymdu hins vegar að klæða útileikmanninn í þar til gert vesti áður en hann fór inn á.

Leikmaðurinn fékk því tveggja mínútna brottvísun og Kínverjar voru einum færri síðustu 10 sekúndur leiksins. Ótrúlegt klúður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×