Sport

Munið eftir vestunum

Þeir veiðimenn sem huga að ferð í Sogið þennan síðasta mánuð veiðitímans eru hvattir til þess að nota björgunarvestin undantekningalaust.

Veiði

Stutta spilið að skila Ólafi Birni svona ofarlega

Ólafur Björn Loftsson þarf að treysta á stutta spilið hjá sér á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu. Þegar tölfræði fyrsta dagsins er skoðuð sést að það eru voru aðeins fjórir keppendur á mótinu sem slógu styttra að meðaltali en Ólafur á þessum fyrsta hring.

Golf

Patrekur að taka við austurríska landsliðinu - munnlegur samningur í höfn

Patrekur Jóhannesson er nú undir smásjá austurríska handboltasambandsins með það fyrir augum að hann taki við austurríska landsliðinu og geri tveggja ára samning. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hafa verið gengið frá málinu munnlega en Patrekur á þó eftir að skrifa undir samninginn.

Handbolti

Hver er besta haustflugan í laxinn?

Þegar líður á haustið breytist valið á flugum sem er kastað fyrir lax. Það eru margir sem vilja meina að lax sjá liti vel, og við erum ekki að rengja það, aðrir sem vilja meina að stærð og framsetning flugunnar fyrir laxinn sé það sem skipti mestu máli.

Veiði

Mourinho sleppur líklega við refsingu fyrir að pota í auga Tito

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, átti stóran þátt í að magna upp hópslagsmálin í stórleik Barcelona og Real Madrid í spænska ofurbikarnum á miðvikudagaskvöldið þegar hann potaði viljandi í auga aðstoðarþjálfara Barcelona. Mourinho virðist hinsvegar ætla að sleppa við refsingu af því að dómari leiksins minntist ekkert á atvikið í skýrslu sinni.

Fótbolti

Ólafur Björn: Stefnan sett á sigur eins og ávallt

Ólafur Björn Loftsson fór vel af stað á Wyndham PGA-mótinu í Norður-Karólínuríki í gær og lék á tveimur höggum undir pari. Var hann vel fyrir ofan miðjan hóp og á góðan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn ef hann heldur sig á sömu braut.

Golf

Guardiola jafnaði met Johan Cruyff hjá Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, vann í gær sinn ellefta titil sem þjálfari félagsins og jafnaði þar með metið sem Hollendingurinn Johan Cruyff átti einn áður. Barcelona tryggði sér þá sigur í spænska Ofurbikarnum með 3-2 sigri á erkifjendunum í Real Madrid í seinni leik liðanna en þeim fyrri lauk með 2-2 jafntefli í Madrid.

Fótbolti

Schalke tapaði í Finnlandi

Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og hefur verið greint frá úrslitum nokkurra þeirra hér á Vísi í kvöld. Meðal annarra úrslita má nefna að þýska liðið Schalke tapaði fyrir finnska liðinu HJK Helsinki á útivelli í kvöld, 2-0.

Fótbolti

Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar

Nú liggja fyrir tölur frá Landsambandi Veiðifélaga á vefnum www.angling.is og staðan er að breytast hratt á þessum vikum þar sem Rangárnar eru að koma sterkar inn. Það veiddust yfir 1200 laxar í þeim í þar síðustu viku og staðan núna er mjög svipuð.

Veiði

Stoke í góðum málum

Stoke City er komið með annan fóttinn í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á FC Thun í Sviss. Þetta var fyrri leikur liðanna í forkeppninni en liðin mætast í Englandi í næstu viku.

Fótbolti