Sport

Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir

Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur.

Körfubolti

Eigum mann í sérflokki fjórða mótið í röð

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalsliðið á Evrópumótinu í Serbíu í gær en enginn spilaði betur í mótinu af vinstri hornamönnum að mati sérfræðinga evrópska sambandsins. Þetta er fjórða stórmót íslenska landsliðsins í röð þar sem Ísland á fulltrúa í úrvalsliði og alls hafa sex íslenskir leikmenn þótt skara framúr á þessum fjórum mótum.

Handbolti

Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli

Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum.

Körfubolti

Everton býður í Jelavic

David Moyes knattspyrnustjóri Everton vonast enn eftir því að geta keypt framherja áður en leikmannaskiptaglugganum verður lokað á þriðjudagskvöld og hefur hann gert tilboð í króatíska markaskorarann Nikica Jelavic hjá Glasgow Rangers.

Fótbolti

Milan heldur sínu striki

AC Milan sigraði Cagliari 3-0 í 20. umferð ítölsku A-deildarinnar í kvöld og er því enn stigi á eftir Juvetnus á toppi deildarinnar.

Fótbolti

Brynjar með sjö stig í tapleik

Brynjar Björnsson og félagar í Jämtland Basket töpuðu þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Uppsala Basket 85-81 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Jämtland er í níunda sæti deildarinnar og minnka líkurnar á á liðið nái í úrslitakeppninna með hverju tapinu.

Körfubolti

Fjórtán ára sigurvegari á atvinnumannamóti

Lydia Ko fjórtán ára gömul stúlka frá Nýja-Sjálandi varð í dag yngsti kylfingurinn til að sigra atvinnumannamót í golfi þegar hún sigraði New South Wales Open kvenngolfmótið á áströlsku mótaröðinni.

Golf

Danir fögnuðu vel í leikslok - myndir

Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn áðan með því að vinna 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleiknum á EM í Serbíu. Danir voru með frumkvæðið allan tímann og kórónuðu frábæra endurkomu sína í mótinu.

Handbolti

Jafnt í miðlandsslagnum

Sunderland og Middlesbrough þurfa að mætast aftur í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir að liðin skildu jöfn 1-1 í fjörugum nágranaslag þar sem b-deildarlið Middlesbrough var 1-0 yfir í hálfleik.

Fótbolti

Króatar tóku bronsið

Króatía sigraði Spán 31-27 í leiknum um bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í handbolta í dag. Króatara lögðu grunninn að sigrinum með góðri byrjun bæði í fyrri og seinni hálfleik en Króatía var einu marki yfir í hálfleik 13-12.

Handbolti

Rock hafði betur gegn Tiger

Tiltölulega lítt þekktur kylfingur Robert Rock gerði sér lítið fyrir og sigraði Abu Dhabi HSBC golfmótið á evrópskumótaröðinni í golfi og stóðst pressuna á að vera með Tiger Woods í lokahollinu.

Golf

Guðjón Valur valinn í úrvalslið EM

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta sem lýkur í dag. Momir Ilic stórskytta Serbíu og leikmaður Kiel var valinn besti leikmaður mótsins.

Handbolti

Matri með tvö í sigri Juventus

Juventus jók forskot sitt á toppi Serie A í gærkvöld með 2-1 heimasigri á Udinese. Alessandro Matri skoraði bæði mörk heimamanna, hvort í sínum hálfleiknum.

Fótbolti

Íslendingar treysta á Dani gegn Serbum

Líklega munu flestir Íslendingar styðja frændur sína Dani í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í dag. Ríkari ástæða er til þess nú en alla jafna því sigur Dana eykur líkur Íslands á sæti á Ólympíuleikunum í London til muna.

Handbolti