Sport

United tapaði en komst áfram

Manchester United komst áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ajax á heimavelli í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum í kvöld, 2-1.

Fótbolti

Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga.

Íslenski boltinn

Valencia sló Stoke úr leik

Valencia er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á Stoke á Spáni í kvöld. Fyrri leiknum lauk einnig með 1-0 sigri Spánverjanna.

Fótbolti

Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar?

Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum er þessa dagana að bóka veiðimenn í árnar sem hann hefur á sínum snærum. Árangurinn sem hann hefur náð í ræktunarátaki í Breiðdalsá hin síðari ár og nú nýlega í Jöklu hefur verið mjög góður og er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem upplifðu ævintýralega veiði í Jöklu á liðnu sumri geti varla beðið eftir dögunum sínum í þessari mögnuðu á. Við kíktum á Þröst og ræddum við hann um horfur sumarsins.

Veiði

Hver er þessi Fraizer Campbell?

Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, valdi Fraizer Campbell óvænt í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollendingum í næstu viku. En hver er þessi leikmaður?

Enski boltinn

Ian Rush segir að öll pressan sé á Liverpool

Ian Rush, goðsögn í sögu Liverpool, hefur smá áhyggjur af pressunni sem er á Liverpool-liðinu í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina en Liverpool mætir þar b-deildarliði Cardiff City á Wembley. Liverpool hefur ekki unnið titil í sex ár og flestir búast við sigri á móti Cardiff.

Enski boltinn

FIFA heimtar handabönd fyrir og eftir fótboltaleiki

Franz Beckenbauer, nefndarmaður á vegum FIFA, segir sambandið ætla pressa á það að leikmenn heilsist fyrir leiki en handabönd hafa verið mikið í umræðunni eftir að Luis Suarez, leikmaður Liverpool, neitaði að taka í höndina á Patrice Evra, leikmanni Manchester United, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Fótbolti

Mancini: Tevez gæti spilað með City eftir tvær vikur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur samþykkt afsökunarbeiðni Carlos Tevez og virðist vera farinn að hugsa alvarlega um það hvenær argentínski framherjinn kemur aftur inn í liðið ef marka má yfirlýsingar Ítalans eftir 4-0 stórsigur á Porto í gær.

Enski boltinn

RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars

Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum.

Veiði

NBA: Létt hjá Lin og félögum | Lakers vann Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en flest liðanna voru að leika sinn síðasta leik fyrir hléið vegna Stjörnuleiksins á sunnudaginn. Jeremy Lin og félagar í New York Knicks unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers vann Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder vann ellefta heimasigurinn í röð. Boston Celtics og Philadelphia 76ers fara hinsvegar bæði inn í fríið með fimm töp í röð á bakinu.

Körfubolti

Tiger komst naumlega áfram

Tiger Woods slapp naumlega við neyðarlegt tap í fyrstu umferð í heimsmótinu í holukeppni sem hófst í dag. Hann hafði betur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano.

Golf