Sport

Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum

Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin.

Handbolti

Athletic Bilbao vann á Old Trafford í mögnuðum leik

Manchester United tapaði öðrum heimaleiknum í röð í Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið lá 2-3 fyrir spænska liðinu Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitunum. United komst í 1-0 í leiknum en spænska liðið spilaði frábærlega á Old Trafford í kvöld komst í 3-1 áður Wayne Rooney minnkaði muninn í lokin með sínu öðru marki

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-66

Íslandsmeistaralið KR átti ekki í vandræðum með Tindastól þegar liiðin mættust í Iceland Express deild karlaí körfubolta í kvöld. KR-ingar skoruðu 84 stig gegn 66 stigum Tindastóls. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Nánari umfjöllun og viðtöl koma síðar í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-28 | Akureyri í toppbaráttuna

Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Handbolti

Hælspyrna felldi Manchester City í Lissabon

Brasilíski miðvörðurinn Xandao skoraði eina mark leiksins með óvæntri hælspyrnu þegar Sporting Lissabon vann Manchester City 1-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Portúgal í kvöld.

Fótbolti

Katrín fer til Elísabetar | Samdi við Kristianstad

Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir hefur fundið sér félag en fótbolti.net segir frá því að hún hafi í dag verið kynnt sem leikmaður sænska liðsins Kristianstad á fréttamannafundi. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og hjá liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.

Fótbolti

Þjálfarar Ajax með námskeið á Íslandi

Dagana 9. og 10. mars mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Hingað til lands koma þeir Arnold Muhren og Eddie van Schaick, þjálfarar í unglingaakademíunni hjá hollenska stórliðinu Ajax og munu stýra námskeiðinu.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 95-93

Njarðvíkingar lögðu granna sína frá Keflavík í spennuþrungnum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 95-93. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fékk tækifæri til að jafna leikinn af vítalínunni í lokin en setti aðeins eitt skota sinna ofan í.

Körfubolti

Ég gæti ekki sagt nei við Man. Utd

Kólumbíski framherjinn James Rodriguez hjá Porto segir að hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila með Man. Utd. Þessi tvítugi framherji hefur slegið í gegn hjá Porto og er þegar orðinn mjög eftirsóttur og bæði United og Inter hafa verið orðuð við hann.

Fótbolti

Menn að fá sér í enska boltanum

Þorstinn virðist sækja fast að leikmönnum enska boltans en tveir leikmenn úr úrvalsdeildinni - Jermaine Pennant og Roger Johnson - hafa verið sektaðir fyrir að fá sér á meðan áfengisbann var í gildi hjá félögum þeirra.

Enski boltinn

Zlatan gagnrýnir þjálfara AC Milan

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var allt annað en sáttur við leikkerfið sem AC Milan spilaði gegn Arsenal á þriðjudag. Milan skreið þá inn í átta liða úrslit eftir 3-0 tap. Milan spilaði 4-3-3 í leiknum og Zlatan sagði að sér hefði aldrei liðið vel í leiknum.

Fótbolti

Háspenna í vítakeppni APOEL og Lyon | samantekt frá Stöð 2 sport

Meistaradeildarævintýri APOEL Nicosia ætlar engan endi að taka. Í gærkvöld sló litla liðið frá Kýpur, franska liðið Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni sem var að venju æsispennandi. Í myndbandinu má sjá hvernig til tókst hjá leikmönnum beggja liða.

Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

Evrópudeildin í knattspyrnu er í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Englandsmeistaralið Manchester United tekur á móti Atletico Bilbao frá Spáni í 16 –liða úrslitum keppninnar sem hefjast í kvöld. Manchester City leikur á útivelli gegn Sporting í Lissabon og hefst sá leikur 17.50 í dag. Belgíska liðið Standard Liege, sem Birkir Bjarnason leikur með, tekur á móti þýska liðinu Hannover og er sá leikur í opinni dagskrá á Stöð 2 sport 3.

Fótbolti

Torres þorði ekki að taka víti

Sjálfstraust spænska framherjans Fernando Torres, leikmanns Chelsea, er svo lítið um þessar mundir að hann treysti sér ekki í að taka víti gegn Birmingham í bikarnum á þriðjudag.

Enski boltinn

Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn

Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum.

Veiði

Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt

Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum.

Fótbolti

Balotelli sektaður um vikulaun

Manchester City hefur sektað ólátabelginn Mario Balotelli eftir að hann braut reglur liðsins um útivistarleyfi. Balotelli skellti sér á nektarbúllu þegar hann átti að vera kominn í koju um síðustu helgi.

Enski boltinn