Sport

Stal taco af veitingastað og flúði

Erving Walker, bakvörður Flórída-háskólans, virðist ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni en hann gerði sér lítið fyrir og stal 380 króna taco af veitingastað og flúði síðan.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87

Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af.

Körfubolti

Kobe gat ekkert en tryggði Lakers samt sigur

Kobe Bryant er engum líkur. Hann átti algjörlega skelfilegan leik gegn New Orleans í kvöld en afgreiddi samt leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Kobe klúðraði 18 (þetta er ekki innsláttarvilla) fyrstu skotum sínum í leiknum.

Körfubolti

Marbury meistari í Kína

Gamla NBA-stjarnan, Stephon Marbury, er að gera það gott í Kína og hann leiddi lið sitt, Bejing Ducks, til sigurs í kínversku deildinni í gær. Þetta var fyrsti meistaratitill Ducks.

Körfubolti

Dalglish sér ekki eftir að hafa tekið aftur við Liverpool

Það hefur myndast svolítil pressa á Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, síðustu vikur enda finnst mörgum að hann sé ekki á réttri leið með liðið. Dalglish segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að snúa aftur sem stjóri þó svo hann eigi á hættu að skaða goðsagnakennda ímynd sína hjá stuðningsmönnum félagsins.

Enski boltinn

Petrov leggur skóna á hilluna

Greint var frá því í gær að Stiliyan Petrov, fyrirliði Aston Villa, hefði greint með bráðahvítblæði. Leikmaðurinn tilkynnti svo í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna.

Enski boltinn

Dallas og Miami á sigurbraut

Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas gegn Orlando í nótt og tryggði þeim nauman sigur með körfu sex sekúndum fyrir leikslok. Magic var með 15 stiga forskot í þriðja leikhluta en Dallas kom til baka og vann sjaldséðan sigur þessa dagana.

Körfubolti

Svíarnir stálu mér ekki

Skúli Jón Friðgeirsson er nýjasti íslenski atvinnumaðurinn í fótboltanum en hann gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska liðið IF Elfsborg. "Mjög góð kaup hjá IF Elfsborg,“ segir íslenski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck.

Fótbolti