Sport

Morten Olsen öfundar hollenska þjálfarann

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segist vera örlítið öfundsjúkur út í leikmannahóp Hollands en Danmörk mætir í dag silfurliði síðustu Heimsmeistarakeppni í fyrsta leik sínum á EM 2012.

Fótbolti

Þjálfari Indriða er hættur

Åge Hareide er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking en hann og félagið gáfu í dag frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Hareide verði ekki áfram með liðið. Norska deildin er í fríi á meðan EM stendur en næsti leikur Viking er á móti Rosenborg í lok júní.

Fótbolti

Lewandowski vill ekkert tala um Manchester United

Robert Lewandowski, framherji pólska landsliðsins, neitaði að svara spurningum blaðamanna um Manchester United eftir leik Pólverja og Grikkja á EM í fótbolta í gær. Lewandowski skoraði fyrsta mark EM í ár en hann hefur verið margoft orðaður við enska stórliðið.

Enski boltinn

Papadopoulos sleit krossband í fyrsta leik EM

Avraam Papadopoulos mun ekki spila meira með Grikkjum á EM eða meiri fótbolta á þessu ári eftir að ljós kom að hnémeiðsli hans eru alvarleg. Papadopoulos sleit krossband á vinstra hné í fyrsta leik EM og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 37 mínútur í 1-1 jafntefli Grikkja og Pólverja.

Fótbolti

Að birta til hjá McIlroy - efstur eftir 2 daga í Memphis

Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð.

Golf

Rio búinn að afskrifa 100. landsleikinn

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, fékk ekki að fara með enska landsliðinu á EM og þessi 33 ára gamli leikmaður viðurkenndi það í viðtali við The Sun að landsliðsferillinn væri líklega á enda. Ferdinand hefur spilað 81 landsleik frá árinu 1997 og lét sig dreyma um að spila hundrað landsleiki.

Enski boltinn

Eintóm þvæla að ég eigi að vera jóker

Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik á Evrópumótinu í Serbíu í janúar og hafnaði í 10. sæti. Liðið var gagnrýnt og meðal annars lét Sigurður Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og þáverandi sérfræðingur RÚV í EM-stofunni, í ljós þá skoðun sína að ábyrgð Arons í liðinu væri of mikil. Að hans mati ætti Aron að vera í hlutverki jókers. Aron segist hafa heyrt gagnrýni Sigurðar en vera langt frá því að vera sammála.

Handbolti

Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel.

Handbolti

Dauðariðillinn á EM af stað í dag

Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals.

Fótbolti

Gomez með sigurmark Þjóðverja á móti Portúgal

Mario Gomez tryggði Þjóðverjum 1-0 sigur á Portúgal á EM í kvöld með frábærum skalla 18 mínútum fyrir leikslok en þetta var fyrsta leikur liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Þjóðverjar eru á toppi riðilsins ásamt Dönum sem unnu Hollendinga óvænt fyrr í dag.

Fótbolti

Danir unnu mjög óvæntan sigur á Hollendingum

Michael Krohn-Dehli tryggði Dönum óvæntan 1-0 sigur á Hollendingum í dag í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Danir lifðu af stórskotahríð Hollendinga sem margir voru búnir að spá góðu gengi á þessu móti.

Fótbolti

Íslenskur kylfingur varð mús að bana

Sjöunda holan á golfvellinum á Blönduósi er væntanlega með þeim eftirminnilegri sem kylfingurinn Guðmundur Ingvi Einarsson hefur spilað. Guðmundur fékk fugl á holunni auk þess að verða mús að bana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Kylfingur.is.

Golf

Hamilton fljótastur á æfingum í Kanada

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagins í Kanada í dag. McLaren-bíll hans virkaði fínt en liðsfélagi hans, Jenson Button, ók aðeins fáeina hringi vegna bilunar í gírkassa.

Formúla 1

Fyrsti dagurinn á EM í myndum

Rússar eru á toppi A-riðils Evrópumótsins í fótbolta eftir frábæran 4-1 sigur á Tékkum í kvöld en Evrópukeppnin hófst með tveimur leikjum í dag og fóru þeir báðir fram í Póllandi. Pólverjar og Grikkir höfðu áður gert 1-1 jafntefli í dramatískum opnunarleik.

Fótbolti

Nýsjálendingar töpuðu óvænt fyrir Nýju-Kaldóníu

Nýja-Kaledónía er kominn í úrslitaleikinn í Eyjaálfukeppninni eftir óvæntan 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi í undanúrslitum keppninnar í dag. Nýja-Kaldónía er í 155. sæti á heimslista FIFA, 55 sætum neðar en Nýsjálendingar sem komust meðal annars inn á síðustu HM.

Fótbolti

Bikarinn á loft hjá Arnóri og félögum

Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Fredericia 1-0 á útivelli í lokaumferð b-deildar danska fótboltans í kvöld. Leikmenn Esbjerg gátu fagnað frábæru tímabili í leikslok og bikarinn fór á loft.

Fótbolti

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Íslenski boltinn

LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain

LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan.

Körfubolti

Nýi United-maðurinn skoraði í stórsigri Japana

Shinji Kagawa hélt upp á samning við enska stórliðið Manchester United með því að skora eitt marka japanska landsliðsins í 6-0 stórsigri á Jórdaníu í undankeppni FIFA í dag. United mun kaupa Kagawa frá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund og verður hann fyrsti Japaninn sem spilar fyrir Manchester United.

Fótbolti

Arndís María og Þórunn báðar úr Val í Gróttu

Kvennalið Gróttu hefur fengið mikinn liðstyrk í N1-deild kvenna því þær Arndís María Erlingsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir hafa báðar skrifað undir samninga við Gróttuliðið. Þær eru báðar uppaldar á Nesinu en hafa leikið með Val síðustu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu.

Handbolti

Defoe snýr aftur til Póllands á laugardag

Reiknað er með því að Jermaine Defoe, framherji enska landsliðsins, snúi aftur í æfingarbúðir enska landsliðsins á morgun. Defoe þurfti frá að hverfa þar sem faðir hans varð bráðkvaddur á Englandi.

Fótbolti