Fréttir

Launa­mál dómara læðist fram hjá Lands­rétti

Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu.

Innlent

Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins.

Erlent

Fyrsta þrí­víddar­líkanið af gossvæðinu

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Líkanið er unnið út frá ljósmyndum sem teknar voru úr lofti í gær, þann 13. júlí, þremur dögum eftir að eldgosið hófst.

Innlent

Skæður raðmorðingi loks gómaður

Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010.

Erlent

Tvö tonn af vatni í senn

Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um gosið á Reykjanesi og baráttuna við gróðureldana þar geysa. Einnig fjöllum við um hitabylgjuna sem gengur yfir Evrópu þar sem hitametin falla. 

Innlent

Auður og Gísli sækja um erfitt starf

Níu einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns nýrrar ríkisstofnunar sem mun bera heitið Land og skógur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfisnefndar.

Innlent

Engar bætur eftir að tómur gámur fauk á bíla

Eigandi tveggja bíla sem urðu fyrir gámi, sem fauk í aftakaveðri í febrúar í fyrra, þarf að bera tjón sitt sjálfur þar sem það var ekki metið sem svo að gámafyrirtæki hafi þurft að fjarlægja gáminn, þrátt fyrir að rauð veðurviðvörun hafi verið gefin út.

Innlent

„Wagn­er mál­a­lið­a­hóp­ur­inn er ekki til“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu.

Erlent

Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn

Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí.

Innlent

„Við vonumst eftir því að fá rigningu“

Slökkvi­lið Grinda­víkur var við slökkvi­störf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins lánaði vatns­tank til verksins og Bruna­varnir Suður­nesja hafa séð um sjúkra­flutninga­vakt á svæðinu.

Innlent

Reyna að góma ágengan og þjófóttan otur

Embættismenn í Kaliforníu vinna nú að því að handsama ágengan sæotur sem hefur verið að áreita fólk á brimbrettum og kajökum og jafnvel stolið brettum af fólki. Oturinn er fimm ára gamall og kvenkyns hefur hagað sér á ágengan hátt undan ströndum Santa Cruz.

Erlent

Segir bíla­planið sprungið og tekur upp gjald

Tekin verður upp gjald­skylda fyrir bíla­stæði í Reynis­fjöru í næstu viku. Gestir á fólks­bílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bíla­stæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra.

Innlent

„Lög­reglan gerir ekkert til þess að fram­fylgja þessu“

For­maður Reið­hjóla­bænda, furðar sig á tví­skinnungi lög­reglu þegar kemur að rann­sókn á um­ferðar­brotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálf­sagt sé að nota mynd­efni þegar ofsa­akstur vöru­flutninga­bíl­stjóra á Vestur­landi sé rann­sakaður en ekki þegar um brot gegn hjól­reiða­fólki sé að ræða.

Innlent

Vísinda­menn nýttu nóttina vel við gosið

Virkni eld­gossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísinda­menn voru að störfum inn í nóttina að bæta mæli­tækjum við á svæðið en göngu­leiðin að gossvæði var lokað í gær.

Innlent

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Innlent