Fréttir Dýralæknisfræðilegt afrek á Bessastöðum Dýralæknisfræðilegt afrek var unnið á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu í gær þegar slasaðri meri var kippt í lið. Dýralæknirinn veit ekki til þess að þetta hafi áður verið gert hér á landi. Innlent 1.10.2023 13:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningum fólks á næstunni. Boðað var til fjölmennrar bænastundar í morgun. Fjallað er um málið í hádegisfréttum. Innlent 1.10.2023 11:56 „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Innlent 1.10.2023 11:53 Féll af svölum á fjórðu hæð Maðurinn sem féll fram af svölum í Vesturbænum í gær féll af fjórðu hæð. Talið er að um slys hafi verið að ræða en enginn vitni urðu að fallinu, heldur fannst maðurinn liggjandi í grasinu við húsið eftir að hann féll. Innlent 1.10.2023 11:17 Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Erlent 1.10.2023 10:44 Snjóbíll valt við björgun bíls sem valt Stór breyttur jeppi á vegum Útivistar valt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Fimmvörðuskála, í gær. Snjóbíll sem sendur var frá Hvolsvelli til að bjarga fólki um borð valt líka. Báðir bílar eru enn á hliðinni. Innlent 1.10.2023 10:28 Húsnæðismarkaður, innflytjendamál og fjárlög Ásgeir Brynjar Torfason, nýráðinn ritstjóri Vísbendingar, fjallar um húsnæðismarkaðinn á Sprengisandi í kjölfar viðtals við Gylfa Zoega fyrir viku. Hvað er til ráða fyrir þá sem lenda í snjóhengjunni þegar föstu vextirnar losna, er viðfangsefnið. Innlent 1.10.2023 09:31 Sprenging og skotbardagi í Ankara Maður sprengdi sig í loft við húsnæði innanríkisráðuneytis Tyrklands í Ankara í morgun og annar var felldur í skotbardaga við lögregluþjóna. Tveir lögregluþjónar særðust í átökunum en þingsetning er í Tyrklandi í dag. Erlent 1.10.2023 09:15 Hvasst á sunnanverðu landinu Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert. Innlent 1.10.2023 08:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Erlent 1.10.2023 08:05 Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. Erlent 1.10.2023 00:22 „Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. Innlent 30.9.2023 23:23 Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Innlent 30.9.2023 22:37 Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30.9.2023 21:31 Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Erlent 30.9.2023 20:52 Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Innlent 30.9.2023 19:20 Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Innlent 30.9.2023 19:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 30.9.2023 18:11 Féll fram af svölum í Vesturbæ Maður féll fram af svölum í Vesturbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Innlent 30.9.2023 16:46 Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Erlent 30.9.2023 15:00 Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Innlent 30.9.2023 14:28 Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Innlent 30.9.2023 14:25 Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35 Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Innlent 30.9.2023 13:15 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Innlent 30.9.2023 13:01 Eitt prósent Hveragerðisbúa missir vinnuna Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir uppsagnir fjölda starfsmanna dvalarheimilisins Áss í Hveragerði högg fyrir bæinn. Hann ætlar að reyna að fá Grund til að hætta við uppsagnirnar. Innlent 30.9.2023 12:14 Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. Innlent 30.9.2023 12:05 Hádegisfréttir Bylgjunnar Þingmaður Pírata segir ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hann óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Rauða krossinum segir hópinn óttasleginn. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 30.9.2023 11:54 Skorar á forstjórann að endurskoða fjöldauppsögn Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir tíðindi af uppsögnum starfsfólks Grundar og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði sorgleg. Hann hefur óskað eftir fundi með forstjóra Grundar. Innlent 30.9.2023 10:00 Þungar áhyggjur af útboði bæjarins á starfsemi Salarins Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum yfir áformum bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um að bjóða út starfsemi Salarins í Kópavogi. Innlent 30.9.2023 08:38 « ‹ ›
Dýralæknisfræðilegt afrek á Bessastöðum Dýralæknisfræðilegt afrek var unnið á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu í gær þegar slasaðri meri var kippt í lið. Dýralæknirinn veit ekki til þess að þetta hafi áður verið gert hér á landi. Innlent 1.10.2023 13:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningum fólks á næstunni. Boðað var til fjölmennrar bænastundar í morgun. Fjallað er um málið í hádegisfréttum. Innlent 1.10.2023 11:56
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Innlent 1.10.2023 11:53
Féll af svölum á fjórðu hæð Maðurinn sem féll fram af svölum í Vesturbænum í gær féll af fjórðu hæð. Talið er að um slys hafi verið að ræða en enginn vitni urðu að fallinu, heldur fannst maðurinn liggjandi í grasinu við húsið eftir að hann féll. Innlent 1.10.2023 11:17
Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Erlent 1.10.2023 10:44
Snjóbíll valt við björgun bíls sem valt Stór breyttur jeppi á vegum Útivistar valt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Fimmvörðuskála, í gær. Snjóbíll sem sendur var frá Hvolsvelli til að bjarga fólki um borð valt líka. Báðir bílar eru enn á hliðinni. Innlent 1.10.2023 10:28
Húsnæðismarkaður, innflytjendamál og fjárlög Ásgeir Brynjar Torfason, nýráðinn ritstjóri Vísbendingar, fjallar um húsnæðismarkaðinn á Sprengisandi í kjölfar viðtals við Gylfa Zoega fyrir viku. Hvað er til ráða fyrir þá sem lenda í snjóhengjunni þegar föstu vextirnar losna, er viðfangsefnið. Innlent 1.10.2023 09:31
Sprenging og skotbardagi í Ankara Maður sprengdi sig í loft við húsnæði innanríkisráðuneytis Tyrklands í Ankara í morgun og annar var felldur í skotbardaga við lögregluþjóna. Tveir lögregluþjónar særðust í átökunum en þingsetning er í Tyrklandi í dag. Erlent 1.10.2023 09:15
Hvasst á sunnanverðu landinu Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert. Innlent 1.10.2023 08:36
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Erlent 1.10.2023 08:05
Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. Erlent 1.10.2023 00:22
„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. Innlent 30.9.2023 23:23
Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Innlent 30.9.2023 22:37
Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30.9.2023 21:31
Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Erlent 30.9.2023 20:52
Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Innlent 30.9.2023 19:20
Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Innlent 30.9.2023 19:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 30.9.2023 18:11
Féll fram af svölum í Vesturbæ Maður féll fram af svölum í Vesturbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Innlent 30.9.2023 16:46
Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Erlent 30.9.2023 15:00
Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Innlent 30.9.2023 14:28
Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Innlent 30.9.2023 14:25
Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35
Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Innlent 30.9.2023 13:15
Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Innlent 30.9.2023 13:01
Eitt prósent Hveragerðisbúa missir vinnuna Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir uppsagnir fjölda starfsmanna dvalarheimilisins Áss í Hveragerði högg fyrir bæinn. Hann ætlar að reyna að fá Grund til að hætta við uppsagnirnar. Innlent 30.9.2023 12:14
Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. Innlent 30.9.2023 12:05
Hádegisfréttir Bylgjunnar Þingmaður Pírata segir ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hann óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Rauða krossinum segir hópinn óttasleginn. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 30.9.2023 11:54
Skorar á forstjórann að endurskoða fjöldauppsögn Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir tíðindi af uppsögnum starfsfólks Grundar og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði sorgleg. Hann hefur óskað eftir fundi með forstjóra Grundar. Innlent 30.9.2023 10:00
Þungar áhyggjur af útboði bæjarins á starfsemi Salarins Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum yfir áformum bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um að bjóða út starfsemi Salarins í Kópavogi. Innlent 30.9.2023 08:38