Fréttir

Minnst milljarður á ári í hjól­reiða­inn­viði

Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu.

Innlent

Dæmdur fyrir árás sem einungis hann sjálfur gat lýst

Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás gagnvart öðrum manni. Brotaþoli árásarinnar kvaðst ekki muna eftir henni og þá mat dómurinn framburð vitnis ótrúverðugan. Þar af leiðandi var framburður ákærða í raun eina lýsingin á árásinni frá einstaklingi sem var viðstaddur atburðarásina.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fólk sem dvaldi á vöggustofum í Reykjavík sem börn er líklegra til að lifa skemur en jafnaldrar þess. Einn þeirra sem þrýsti á að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar fagnar nýrri og svartri skýrslu rannsóknarnefndar. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Björk og Rosali­a berjast gegn sjó­kvía­eldi með lagi

Björk vill á­samt spænsku söng­konunni Rosaliu leggja bar­áttunni gegn sjó­kvía­eldi á Ís­landi lið. Þær hafa til­kynnt út­gáfu lags í októ­ber og hvetja alla Ís­lendinga til að mæta á mót­mæli gegn fisk­eldi á Austur­velli á laugar­dag. Þar mun Bubbi stíga á svið.

Innlent

Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra

Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku.

Innlent

Bregðast við í­trekuðum seinkunum leiðar 14

Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun.

Innlent

Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni.

Erlent

Fyrsta skóflu­stungan tekin við Grens­ás

Heil­brigðis­ráð­herra, Willum Þór Þórs­son, tók í dag fyrstu skóflu­stunguna að nýrri við­byggingu við Grens­ás­deild Land­spítala. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Innlent

Fannst látinn í sjónum við Kristiansand

Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerð matvælaeftirlits Reykjavíkur sem á dögunum fargaði nokkrum tonnum af matvælum sem fundust í geymslu sem var án allra tilskylinna leyfa.

Innlent

Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur

Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt.

Innlent

Varpaði mynd af Svan­­dísi á skjá og skaut föstum skotum

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, á­varpaði stjórn­endur í sjávar­út­vegi í gær í Hörpu á Sjávar­út­vegs­daginn. Hún sagði freistandi að ræða mál­efni líðandi stundar og nefndi sér­stak­lega Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, en sagðist þess í stað ætla að ræða ný­sköpun í sjávar­út­vegi.

Innlent

Mannskæð skyndiflóð á Indlandi

Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum.

Erlent

Sundrung og sam­skipta­leysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum

„Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“

Innlent

Lausa­göngu­fé ærir íbúa Vest­manna­eyja sem ætluðu að njóta efri áranna

Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram.

Innlent