Fréttir Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. Innlent 5.10.2023 19:23 Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. Erlent 5.10.2023 18:36 Dæmdur fyrir árás sem einungis hann sjálfur gat lýst Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás gagnvart öðrum manni. Brotaþoli árásarinnar kvaðst ekki muna eftir henni og þá mat dómurinn framburð vitnis ótrúverðugan. Þar af leiðandi var framburður ákærða í raun eina lýsingin á árásinni frá einstaklingi sem var viðstaddur atburðarásina. Innlent 5.10.2023 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fólk sem dvaldi á vöggustofum í Reykjavík sem börn er líklegra til að lifa skemur en jafnaldrar þess. Einn þeirra sem þrýsti á að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar fagnar nýrri og svartri skýrslu rannsóknarnefndar. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.10.2023 18:01 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. Innlent 5.10.2023 17:56 Svandís harðorð um varðstöðu Moggans með leyndarhyggju í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni. Innlent 5.10.2023 17:01 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. Erlent 5.10.2023 15:50 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. Innlent 5.10.2023 15:27 Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Innlent 5.10.2023 14:59 Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala Heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Stefnt er að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun árið 2027. Innlent 5.10.2023 14:53 Lögmaður hjá SA nýr aðstoðarmaður Guðrúnar Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson lét nýverið af störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans. Innlent 5.10.2023 14:13 Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Innlent 5.10.2023 14:01 Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Erlent 5.10.2023 13:59 Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Innlent 5.10.2023 13:49 Bein útsending: Skýra frá athugun sinni á vöggustofunum Nefnd sem hafði það verkefni að kynna sér starfsemi tveggja vöggustofa sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld mun kynna niðurstöðu skýrslu sinnar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Innlent 5.10.2023 13:40 Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. Innlent 5.10.2023 13:30 Fannst látinn í sjónum við Kristiansand Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn. Erlent 5.10.2023 13:05 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Innlent 5.10.2023 12:53 Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. Innlent 5.10.2023 12:21 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerð matvælaeftirlits Reykjavíkur sem á dögunum fargaði nokkrum tonnum af matvælum sem fundust í geymslu sem var án allra tilskylinna leyfa. Innlent 5.10.2023 11:37 Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Innlent 5.10.2023 10:47 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Innlent 5.10.2023 09:37 Mannskæð skyndiflóð á Indlandi Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum. Erlent 5.10.2023 09:04 Europol og Tik Tok æfðu viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni Hryðjuverkasvið Europol, fulltrúar löggæsluyfirvalda í ellefu ríkjum og samskiptamiðill Tik Tok tóku þátt í sameiginlegri æfingu hinn 28. september síðastliðinn, til að æfa viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni á miðlinum. Erlent 5.10.2023 08:31 Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ Innlent 5.10.2023 08:06 Níu kærðir vegna ólöglegra hvalveiða á Grænlandi Lögregla á Grænlandi hefur kært níu manns vegna gruns um að hafa stundað ólöglegar hvalveiðar við Kullorsuaq á vesturströnd landsins. Talið er að mennirnir hafi veitt allt að tuttugu náhvali um miðjan september. Erlent 5.10.2023 07:48 Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. Erlent 5.10.2023 07:35 Má reikna með allhvössum vindstrengjum syðst á landinu Búast má við allhvössum vindstrengjum syðst á landinu fram á kvöld og geta staðbundið myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi, einkum í Mýrdal og undan Öræfum. Veður 5.10.2023 07:28 Julia Ormond höfðar mál á hendur Weinstein, Disney og Miramax Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein vegna árásar í kjölfar kvöldverðar árið 1995. Hún krefst einnig bóta frá Disney, Miramax og fyrrverandi umboðsskrifstofu sinni. Erlent 5.10.2023 07:01 Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. Innlent 5.10.2023 07:00 « ‹ ›
Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. Innlent 5.10.2023 19:23
Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. Erlent 5.10.2023 18:36
Dæmdur fyrir árás sem einungis hann sjálfur gat lýst Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás gagnvart öðrum manni. Brotaþoli árásarinnar kvaðst ekki muna eftir henni og þá mat dómurinn framburð vitnis ótrúverðugan. Þar af leiðandi var framburður ákærða í raun eina lýsingin á árásinni frá einstaklingi sem var viðstaddur atburðarásina. Innlent 5.10.2023 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fólk sem dvaldi á vöggustofum í Reykjavík sem börn er líklegra til að lifa skemur en jafnaldrar þess. Einn þeirra sem þrýsti á að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar fagnar nýrri og svartri skýrslu rannsóknarnefndar. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.10.2023 18:01
Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. Innlent 5.10.2023 17:56
Svandís harðorð um varðstöðu Moggans með leyndarhyggju í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni. Innlent 5.10.2023 17:01
Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. Erlent 5.10.2023 15:50
Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. Innlent 5.10.2023 15:27
Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Innlent 5.10.2023 14:59
Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala Heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Stefnt er að því að stækkun Grensásdeildar verði tekin í notkun árið 2027. Innlent 5.10.2023 14:53
Lögmaður hjá SA nýr aðstoðarmaður Guðrúnar Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson lét nýverið af störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans. Innlent 5.10.2023 14:13
Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Innlent 5.10.2023 14:01
Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Erlent 5.10.2023 13:59
Fyrsta skóflustungan tekin við Grensás Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala. Deildin er endurhæfingardeild Landspítala en þangað koma sjúklingar til endurhæfingar eftir að hafa lokið meðferð á öðrum deildum spítalans. Innlent 5.10.2023 13:49
Bein útsending: Skýra frá athugun sinni á vöggustofunum Nefnd sem hafði það verkefni að kynna sér starfsemi tveggja vöggustofa sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld mun kynna niðurstöðu skýrslu sinnar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Innlent 5.10.2023 13:40
Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. Innlent 5.10.2023 13:30
Fannst látinn í sjónum við Kristiansand Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn. Erlent 5.10.2023 13:05
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Innlent 5.10.2023 12:53
Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. Innlent 5.10.2023 12:21
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerð matvælaeftirlits Reykjavíkur sem á dögunum fargaði nokkrum tonnum af matvælum sem fundust í geymslu sem var án allra tilskylinna leyfa. Innlent 5.10.2023 11:37
Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Innlent 5.10.2023 10:47
Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Innlent 5.10.2023 09:37
Mannskæð skyndiflóð á Indlandi Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum. Erlent 5.10.2023 09:04
Europol og Tik Tok æfðu viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni Hryðjuverkasvið Europol, fulltrúar löggæsluyfirvalda í ellefu ríkjum og samskiptamiðill Tik Tok tóku þátt í sameiginlegri æfingu hinn 28. september síðastliðinn, til að æfa viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni á miðlinum. Erlent 5.10.2023 08:31
Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ Innlent 5.10.2023 08:06
Níu kærðir vegna ólöglegra hvalveiða á Grænlandi Lögregla á Grænlandi hefur kært níu manns vegna gruns um að hafa stundað ólöglegar hvalveiðar við Kullorsuaq á vesturströnd landsins. Talið er að mennirnir hafi veitt allt að tuttugu náhvali um miðjan september. Erlent 5.10.2023 07:48
Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. Erlent 5.10.2023 07:35
Má reikna með allhvössum vindstrengjum syðst á landinu Búast má við allhvössum vindstrengjum syðst á landinu fram á kvöld og geta staðbundið myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi, einkum í Mýrdal og undan Öræfum. Veður 5.10.2023 07:28
Julia Ormond höfðar mál á hendur Weinstein, Disney og Miramax Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein vegna árásar í kjölfar kvöldverðar árið 1995. Hún krefst einnig bóta frá Disney, Miramax og fyrrverandi umboðsskrifstofu sinni. Erlent 5.10.2023 07:01
Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. Innlent 5.10.2023 07:00