Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 14:59 Formaður nefndar sem kannaði Vöggustofuna Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins segir hafið yfir vafa að dvölin þar hafi haft áhrif á fólk. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða. Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða.
Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira