Fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. Erlent 15.10.2023 07:56 Rigningarlegt og lægð væntanleg til landsins Veðurstofa Íslands spáir því að suðvestanátt verði ríkjandi á landinu í dag, fremur hæg víðast hvar. Víða verður rigning, en á Norðurlandi snjóar þó líklega eitthvað fram á morguninn en svo á einnig að hlýna þar. Innlent 15.10.2023 07:18 Myndaveisla: Blaðamannafundur og gamlir ráðherrar í nýjum búning Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á Bessastöðum til að tilkynna ráðherraskipti Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Hér má sjá myndir frá deginum, vandræðalega svipi, boðflennu og glens ráðherra. Innlent 15.10.2023 00:05 Eldur kviknaði í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal Eldur kviknaði í dælurými í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal á tíunda tímanum í kvöld. Vélstjóri náði að slökkva eldinn með slökkvitæki og enginn slasaðist. Slökkvilið Vesturbyggðar tók síðan við að reykræsta. Innlent 14.10.2023 23:25 Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. Innlent 14.10.2023 23:13 Ísraelar hæfðu flugvöllinn í Aleppo í loftárás Ísraelar eru sagðir hafa hæft Aleppo-flugvöll í Sýrlandi í loftárás. Talið er að loftárásin eigi að trufla íranskt birgðakerfi til Sýrlands. Erlent 14.10.2023 22:00 Þingflokkurinn fagni afsögn eigin formanns sem hans besta verki Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins. Innlent 14.10.2023 21:32 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. Erlent 14.10.2023 19:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nýr fjármálaráðherra segir forgangsmál að klára söluna á Íslandsbanka og ná verðbólgu niður. Þetta er fjórða ráðuneytið sem Þórdís Kolbrún stýrir á þem sjö árum sem hún hefur verið ráðherra. Innlent 14.10.2023 18:01 Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. Innlent 14.10.2023 17:54 Samfylkingin ætli ekki „að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing“ Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í verkefni vetursins. Kjarapakki þeirra sé skýr. Mikilvægt sé að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu. Á sama tíma eigi Samfylkingin ekki að gleyma sér í góðum niðurstöðum skoðanakannanna. Innlent 14.10.2023 16:44 Kristján viss um að hann veiði áfram hval á næsta ári Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu. Innlent 14.10.2023 16:26 Vara við svikasíðu í nafni Háskóla Íslands Svikasíða hefur verið sett í loftið í nafni Háskóla Íslands. Tilgangur síðunnar er að hafa fé af fólki eða fjárhagsupplýsingar þess. Háskólinn bendir á að aðeins er hægt að skrá sig til náms á hi.is. Innlent 14.10.2023 15:40 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Innlent 14.10.2023 14:38 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 14.10.2023 14:14 Sannfærður um að vikan hafi þétt raðir ríkisstjórnarinnar Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ræddu framtíð ríkisstjórnarinnar og erindi hennar eftir að Bjarni tilkynnti um afsögn sína. Þau telja sig enn eiga erindi og vilja ljúka verkefnum sem sett voru fram í stjórnarsáttmála fyrir tveimur árum. Innlent 14.10.2023 13:55 „Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Innlent 14.10.2023 13:40 Ljósleiðari slitnaði á Vesturlandi Ljósleiðari Mílu á milli Akraness og Borgarness slitnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu. Innlent 14.10.2023 12:36 Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur. Innlent 14.10.2023 12:31 Hádegisfréttir Bylgjunnar Bjarni Benediktsson verður áfram í ríkisstjórn Íslands, nú sem utanríkisráðherra. Hann og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir skipta um ráðherrastóla og tekur hún við embætti fjármálaráðherra. Við fjöllum ítarlega um blaðamannafund ríkissstjórnarinnar í fréttatímanum. Innlent 14.10.2023 11:52 Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 11:51 Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. Innlent 14.10.2023 11:23 Hægrisveifla á Nýja-Sjáland og nýr forsætisráðherra Nýr forsætisráðherra tekur við á Nýja-Sjálandi. Kosningar fóru fram í gær. Þjóðarflokkurinn fékk um 40 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn aðeins um 25 prósent. Erlent 14.10.2023 10:55 Vaktin: Lyklaskipti á mánudag Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag. Innlent 14.10.2023 09:34 Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. Erlent 14.10.2023 09:12 Bjarni og Þórdís muni skiptast á stólum Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála-og efnahagsráðherra verður utanríkisráðherra og mun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, núverandi utanríkisráðherra, taka við fjármálaráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 08:27 Kanna hvort grípa þurfi inn í útgáfu Dimmalimm Menningar-og viðskiptaráðuneytið er með það til skoðunar hvort ný útgáfa af barnabókinni Dimmalimm varði brot á sæmdarrétti og hvort tilefni sé til að grípa inn í. Innlent 14.10.2023 08:10 Smálægð úr vestri Í dag nálgast smálægð úr vestri landið með breytilega vindátt en vindhraði yfirleitt lítill. Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en minnkandin norðvestanátt austast, að sögn Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2023 07:48 Margir óviðræðuhæfir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ölvaðan ökumann í Háaleitishverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að skipta um sæti. Innlent 14.10.2023 07:33 Sex Íslendingar hafa horfið erlendis undanfarinn áratug Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára karlmanns, sem hefur verið týndur í Dóminíska Lýðveldinu frá 10. september. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Íslendinga horfið á erlendri grundu. Innlent 14.10.2023 07:00 « ‹ ›
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. Erlent 15.10.2023 07:56
Rigningarlegt og lægð væntanleg til landsins Veðurstofa Íslands spáir því að suðvestanátt verði ríkjandi á landinu í dag, fremur hæg víðast hvar. Víða verður rigning, en á Norðurlandi snjóar þó líklega eitthvað fram á morguninn en svo á einnig að hlýna þar. Innlent 15.10.2023 07:18
Myndaveisla: Blaðamannafundur og gamlir ráðherrar í nýjum búning Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á Bessastöðum til að tilkynna ráðherraskipti Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Hér má sjá myndir frá deginum, vandræðalega svipi, boðflennu og glens ráðherra. Innlent 15.10.2023 00:05
Eldur kviknaði í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal Eldur kviknaði í dælurými í brunnbát við bryggjuna í Bíldudal á tíunda tímanum í kvöld. Vélstjóri náði að slökkva eldinn með slökkvitæki og enginn slasaðist. Slökkvilið Vesturbyggðar tók síðan við að reykræsta. Innlent 14.10.2023 23:25
Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. Innlent 14.10.2023 23:13
Ísraelar hæfðu flugvöllinn í Aleppo í loftárás Ísraelar eru sagðir hafa hæft Aleppo-flugvöll í Sýrlandi í loftárás. Talið er að loftárásin eigi að trufla íranskt birgðakerfi til Sýrlands. Erlent 14.10.2023 22:00
Þingflokkurinn fagni afsögn eigin formanns sem hans besta verki Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins. Innlent 14.10.2023 21:32
Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. Erlent 14.10.2023 19:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nýr fjármálaráðherra segir forgangsmál að klára söluna á Íslandsbanka og ná verðbólgu niður. Þetta er fjórða ráðuneytið sem Þórdís Kolbrún stýrir á þem sjö árum sem hún hefur verið ráðherra. Innlent 14.10.2023 18:01
Saurgerlar í neysluvatni Borgarfjarðar eystri undanfarnar tvær vikur Kólígerlar mældust í sýni sem tekið var úr vatnsveitunni á Borgarfirði eystri fyrir rúmlega tveimur vikum. Enn mælist mengun í vatninu en framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að gerlarnir verði farnir eftir helgi. Innlent 14.10.2023 17:54
Samfylkingin ætli ekki „að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing“ Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í verkefni vetursins. Kjarapakki þeirra sé skýr. Mikilvægt sé að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu. Á sama tíma eigi Samfylkingin ekki að gleyma sér í góðum niðurstöðum skoðanakannanna. Innlent 14.10.2023 16:44
Kristján viss um að hann veiði áfram hval á næsta ári Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu. Innlent 14.10.2023 16:26
Vara við svikasíðu í nafni Háskóla Íslands Svikasíða hefur verið sett í loftið í nafni Háskóla Íslands. Tilgangur síðunnar er að hafa fé af fólki eða fjárhagsupplýsingar þess. Háskólinn bendir á að aðeins er hægt að skrá sig til náms á hi.is. Innlent 14.10.2023 15:40
Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Innlent 14.10.2023 14:38
Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 14.10.2023 14:14
Sannfærður um að vikan hafi þétt raðir ríkisstjórnarinnar Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ræddu framtíð ríkisstjórnarinnar og erindi hennar eftir að Bjarni tilkynnti um afsögn sína. Þau telja sig enn eiga erindi og vilja ljúka verkefnum sem sett voru fram í stjórnarsáttmála fyrir tveimur árum. Innlent 14.10.2023 13:55
„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Innlent 14.10.2023 13:40
Ljósleiðari slitnaði á Vesturlandi Ljósleiðari Mílu á milli Akraness og Borgarness slitnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu. Innlent 14.10.2023 12:36
Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur. Innlent 14.10.2023 12:31
Hádegisfréttir Bylgjunnar Bjarni Benediktsson verður áfram í ríkisstjórn Íslands, nú sem utanríkisráðherra. Hann og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir skipta um ráðherrastóla og tekur hún við embætti fjármálaráðherra. Við fjöllum ítarlega um blaðamannafund ríkissstjórnarinnar í fréttatímanum. Innlent 14.10.2023 11:52
Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 11:51
Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. Innlent 14.10.2023 11:23
Hægrisveifla á Nýja-Sjáland og nýr forsætisráðherra Nýr forsætisráðherra tekur við á Nýja-Sjálandi. Kosningar fóru fram í gær. Þjóðarflokkurinn fékk um 40 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn aðeins um 25 prósent. Erlent 14.10.2023 10:55
Vaktin: Lyklaskipti á mánudag Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag. Innlent 14.10.2023 09:34
Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. Erlent 14.10.2023 09:12
Bjarni og Þórdís muni skiptast á stólum Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála-og efnahagsráðherra verður utanríkisráðherra og mun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, núverandi utanríkisráðherra, taka við fjármálaráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 08:27
Kanna hvort grípa þurfi inn í útgáfu Dimmalimm Menningar-og viðskiptaráðuneytið er með það til skoðunar hvort ný útgáfa af barnabókinni Dimmalimm varði brot á sæmdarrétti og hvort tilefni sé til að grípa inn í. Innlent 14.10.2023 08:10
Smálægð úr vestri Í dag nálgast smálægð úr vestri landið með breytilega vindátt en vindhraði yfirleitt lítill. Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en minnkandin norðvestanátt austast, að sögn Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2023 07:48
Margir óviðræðuhæfir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ölvaðan ökumann í Háaleitishverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að skipta um sæti. Innlent 14.10.2023 07:33
Sex Íslendingar hafa horfið erlendis undanfarinn áratug Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára karlmanns, sem hefur verið týndur í Dóminíska Lýðveldinu frá 10. september. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Íslendinga horfið á erlendri grundu. Innlent 14.10.2023 07:00