Fréttir

Salúsjní segir þrá­tefli á víg­línunni

Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa.

Erlent

Geim­farinn Ken Mattingly látinn

Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára.

Erlent

Á­fram norð­aust­læg átt og hiti að sex stigum

Lægðin sem olli illviðrinu í Evrópu í gær er nú yfir Norðursjó og þokast til norðvesturs. Áttin verður því áfram norðaustlæg í dag, víða gola, kaldi eða strekkingur og dálitlar skúrir eða él. Þó má reikna með að verði léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi.

Veður

Bændahjón ótta­slegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“

Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021.

Innlent

Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu

Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins.

Innlent

Heils­árs­dekk um­tals­vert verri en önnur

„Heilsársdekk eru umtalsvert verri en venjuleg vetrar- og sumardekk óháð yfirborði vegar. Við hálku aðstæður í vetrarfærð teljast dekkin ónothæf til aksturs á sænskum vegum,“ segir í skýrslu frá vega- og samgöngurannsóknarstofnun Svíþjóðar.

Innlent

Vill stjórn­endur laxeldisfyrirtækja í fangelsi

Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn.

Innlent

„Allt starfs­fólk með­vitað um þennan harm­leik“

Mikill viðbúnaður hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna leitar að manni sem er grunaður um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Líðan hins særða er sögð góð eftir atvikum en hann er ekki í lífshættu. Í árásinni var einnig skotið á nærliggjandi hús og bíl. Lögreglan telur atlöguna tengjast útistöðum tveggja hópa.

Innlent

Þensla undir Þor­birni og öflugra merki um land­ris

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris.

Innlent

Lög­regla gefur ekkert upp um þá hand­teknu

Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Innlent

Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni

Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum.

Innlent