Fréttir Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. Innlent 7.11.2023 11:51 Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir tilraunir Ísraelsmanna til að tortíma Hamas-samtökunum í kjölfar árásanna 7. október muni aðeins verða til þess að magna upp öfgahyggju. Erlent 7.11.2023 11:41 Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. Erlent 7.11.2023 11:31 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við mótmælendur sem komu saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og kröfðust þess að ríkisstjórnin fordæmi árásir Ísraelsmanna á Gasa. Innlent 7.11.2023 11:29 Bein útsending: Dagur kynnir sína síðustu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2024 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2028. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 7.11.2023 11:26 Sektarmiðar undir rúðuþurrkum heyra sögunni til Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun hætta að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bíla frá og með deginum í dag. Innlent 7.11.2023 10:52 Víða heitavatnslaust annað kvöld Heitavatnslaust verður í Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti á morgun, 8. nóvember, frá klukkan 22 og fram á nótt. Innlent 7.11.2023 10:41 Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Erlent 7.11.2023 10:34 Telja sig vita hver krafðist vopnahlés Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita hver spreyjaði stór skilaboð til Alþingismanna í gærmorgun. Innlent 7.11.2023 10:30 Lilja Alfreðs: „Við höfum alltaf barist fyrir mannréttindum“ Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var meðal ráðherra í ríkisstjórninni sem fékk óblíðar viðtökur þegar hún mætti á fund ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Mótmælendur hrópuðu og kölluðu á ráðherra. Innlent 7.11.2023 10:21 Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax. Innlent 7.11.2023 09:59 Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Innlent 7.11.2023 08:41 Binda vonir við fyrirbyggjandi notkun krabbameinslyfsins Anastrozole Heilbrigðisyfirvöld á Englandi hafa heimilað notkun lyfsins Anastrozole í forvarnarskyni en lyfið hefur lengi verið notað sem meðferð við brjóstakrabbameini. Erlent 7.11.2023 08:27 Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Erlent 7.11.2023 07:58 Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. Innlent 7.11.2023 07:35 Dálítil úrkoma á víð og dreif Veðurfræðingar Veðurstofunnar segja að lægðirnar eigi erfitt með að komast alveg til landsins þar sem hæð norðan við land haldi þeim að mestu frá. Samt ekki meir en svo að það hvessi af og til og þá einkum með suður- og suðausturströndinni sem og á Vestfjörðum. Veður 7.11.2023 07:13 Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Erlent 7.11.2023 07:08 Veruleg aukning á tafarlausum dauða og Hvalur hyggst leita réttar síns Forsvarsmenn Hvals hf. hafa skilað inn skýrslu til Matvælastofnunar og Fiskistofu um hvalveiðarnar í haust. Í skýrslunni segir meðal annars að stöðvun veiðanna í tvígang hafi valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni og að Hvalur muni leita réttar síns. Innlent 7.11.2023 06:40 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Erlent 6.11.2023 22:31 Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Innlent 6.11.2023 20:46 Varaaflsvélar komnar til Grindavíkur Fyrstu tvær varaaflsvélarnar eru komnar til Grindavíkur. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir þær hluta af undirbúning fyrir verstu sviðsmyndina ef til eldgoss kæmi og ekkert rafmagn né hiti kæmi frá Svartsengi. Innlent 6.11.2023 20:06 Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að hækka kolefnisgjald á eldsneyti og lækka bensíngjald. Breytingin snýr að því að hækka gjöld á dísil en lækka á bensín. Innlent 6.11.2023 19:28 Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. Innlent 6.11.2023 19:27 „Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. Erlent 6.11.2023 18:13 Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. Innlent 6.11.2023 18:12 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísbendingar eru um aukinn hraða á landrisinu við Þorbjörn og kvika streymir mun hraðar en áður inn í svokallaða syllu undir svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem kom fram á upplýsingafundi almannavarna um jarðhræringarnar á Reykjanesi og við skoðum varaaflsstöðvar sem verið er að koma upp í Grindavík. Innlent 6.11.2023 18:05 Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. Innlent 6.11.2023 15:48 Bein útsending: Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar? Forsætisráðuneytið stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar?“ þar sem fjallað verður um greinargerð Róberts Spanó og Valgerðar Sólnesum hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Innlent 6.11.2023 14:30 Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Innlent 6.11.2023 14:01 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 6.11.2023 13:55 « ‹ ›
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. Innlent 7.11.2023 11:51
Segir alþjóðasamfélagið stara niður í hyldýpið Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir tilraunir Ísraelsmanna til að tortíma Hamas-samtökunum í kjölfar árásanna 7. október muni aðeins verða til þess að magna upp öfgahyggju. Erlent 7.11.2023 11:41
Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja. Erlent 7.11.2023 11:31
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við mótmælendur sem komu saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og kröfðust þess að ríkisstjórnin fordæmi árásir Ísraelsmanna á Gasa. Innlent 7.11.2023 11:29
Bein útsending: Dagur kynnir sína síðustu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2024 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2028. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 7.11.2023 11:26
Sektarmiðar undir rúðuþurrkum heyra sögunni til Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun hætta að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bíla frá og með deginum í dag. Innlent 7.11.2023 10:52
Víða heitavatnslaust annað kvöld Heitavatnslaust verður í Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti á morgun, 8. nóvember, frá klukkan 22 og fram á nótt. Innlent 7.11.2023 10:41
Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Erlent 7.11.2023 10:34
Telja sig vita hver krafðist vopnahlés Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita hver spreyjaði stór skilaboð til Alþingismanna í gærmorgun. Innlent 7.11.2023 10:30
Lilja Alfreðs: „Við höfum alltaf barist fyrir mannréttindum“ Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var meðal ráðherra í ríkisstjórninni sem fékk óblíðar viðtökur þegar hún mætti á fund ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Mótmælendur hrópuðu og kölluðu á ráðherra. Innlent 7.11.2023 10:21
Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax. Innlent 7.11.2023 09:59
Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Innlent 7.11.2023 08:41
Binda vonir við fyrirbyggjandi notkun krabbameinslyfsins Anastrozole Heilbrigðisyfirvöld á Englandi hafa heimilað notkun lyfsins Anastrozole í forvarnarskyni en lyfið hefur lengi verið notað sem meðferð við brjóstakrabbameini. Erlent 7.11.2023 08:27
Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Erlent 7.11.2023 07:58
Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. Innlent 7.11.2023 07:35
Dálítil úrkoma á víð og dreif Veðurfræðingar Veðurstofunnar segja að lægðirnar eigi erfitt með að komast alveg til landsins þar sem hæð norðan við land haldi þeim að mestu frá. Samt ekki meir en svo að það hvessi af og til og þá einkum með suður- og suðausturströndinni sem og á Vestfjörðum. Veður 7.11.2023 07:13
Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. Erlent 7.11.2023 07:08
Veruleg aukning á tafarlausum dauða og Hvalur hyggst leita réttar síns Forsvarsmenn Hvals hf. hafa skilað inn skýrslu til Matvælastofnunar og Fiskistofu um hvalveiðarnar í haust. Í skýrslunni segir meðal annars að stöðvun veiðanna í tvígang hafi valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni og að Hvalur muni leita réttar síns. Innlent 7.11.2023 06:40
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Erlent 6.11.2023 22:31
Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Innlent 6.11.2023 20:46
Varaaflsvélar komnar til Grindavíkur Fyrstu tvær varaaflsvélarnar eru komnar til Grindavíkur. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir þær hluta af undirbúning fyrir verstu sviðsmyndina ef til eldgoss kæmi og ekkert rafmagn né hiti kæmi frá Svartsengi. Innlent 6.11.2023 20:06
Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að hækka kolefnisgjald á eldsneyti og lækka bensíngjald. Breytingin snýr að því að hækka gjöld á dísil en lækka á bensín. Innlent 6.11.2023 19:28
Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. Innlent 6.11.2023 19:27
„Þetta er ekki kosningafundur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal. Erlent 6.11.2023 18:13
Finnur fyrir óöryggi hjá starfsfólki Bláa lónsins Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. Innlent 6.11.2023 18:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísbendingar eru um aukinn hraða á landrisinu við Þorbjörn og kvika streymir mun hraðar en áður inn í svokallaða syllu undir svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem kom fram á upplýsingafundi almannavarna um jarðhræringarnar á Reykjanesi og við skoðum varaaflsstöðvar sem verið er að koma upp í Grindavík. Innlent 6.11.2023 18:05
Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. Innlent 6.11.2023 15:48
Bein útsending: Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar? Forsætisráðuneytið stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar?“ þar sem fjallað verður um greinargerð Róberts Spanó og Valgerðar Sólnesum hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Innlent 6.11.2023 14:30
Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Innlent 6.11.2023 14:01
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 6.11.2023 13:55