Fréttir

Telja að mat­vælum hafi verið dreift úr kjallaranum

Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif.

Innlent

Telja Karl þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja

Breska þingið hefst í dag og af því tilefni mun Karl Bretakonungur halda ræðu líkt og hefð er fyrir. Um er ræða fyrstu opnunarræðu konungsins sem var krýndur í maí á þessu ári. Þar kynnir hann stefnu ríkisstjórnarinnar, en talið er að hún fari þvert gegn skoðunum Karls í ákveðnum málaflokkum. Hann muni því þurfa að segja hluti sem hann vilji ekki segja.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við mótmælendur sem komu saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og kröfðust þess að ríkisstjórnin fordæmi árásir Ísraelsmanna á Gasa. 

Innlent

Saga Garðars sakar ráð­herra um heiguls­hátt

Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax.

Innlent

Veitir Morawi­ecki um­boð til stjórnar­myndunar

Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum.

Erlent

Raf­magn komið á fyrir austan

Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1.

Innlent

Dá­lítil úr­koma á víð og dreif

Veðurfræðingar Veðurstofunnar segja að lægðirnar eigi erfitt með að komast alveg til landsins þar sem hæð norðan við land haldi þeim að mestu frá. Samt ekki meir en svo að það hvessi af og til og þá einkum með suður- og suðausturströndinni sem og á Vestfjörðum.

Veður

Kynnis­ferðir hætta ferðum í Bláa lónið

Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga.

Innlent

Varaaflsvélar komnar til Grinda­víkur

Fyrstu tvær varaaflsvélarnar eru komnar til Grindavíkur. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir þær hluta af undirbúning fyrir verstu sviðsmyndina ef til eldgoss kæmi og ekkert rafmagn né hiti kæmi frá Svartsengi. 

Innlent

„Þetta er ekki kosningafundur“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir því að illa væri komið fram við hann og að pólitískir andstæðingar hans væru að nota dómskerfið gegn honum. Dómarinn skammaði Trump og sagði að hann væri ekki á kosningafundi heldur í dómsal.

Erlent

Finnur fyrir ó­öryggi hjá starfs­fólki Bláa lónsins

Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vísbendingar eru um aukinn hraða á landrisinu við Þorbjörn og kvika streymir mun hraðar en áður inn í svokallaða syllu undir svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem kom fram á upplýsingafundi almannavarna um jarðhræringarnar á Reykjanesi og við skoðum varaaflsstöðvar sem verið er að koma upp í Grindavík.

Innlent