Lífið

Eurovisionstríð: Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga

„Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga," segir Einar Bárðarson.
„Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga," segir Einar Bárðarson.

„Ég veit ekki hvað þetta er í Ögga en í síðustu viku tókum við langt og mikið viðtal við Heru og lýstum því yfir að hún væri líklega að fara að vinna þessa forkeppni," segir Einar Bárðarson útvarpsstjóri Kanans eftir að Örlygur Smári annar höfundur lagsins Je ne sais quoi, minntist á áróðursstríð Kanans í viðtali við Vísi.

„Hann er greinilega ekki að hlusta á Kanann sem er hið versta mál, þó aðallega fyrir hann."

„Ég get ekkert af því gert að lögin eru nánast alveg eins en Öggi verður að hlusta meira á Kanann það er ljóst."

„Það logar allt út um allan heim yfir þessu en okkur gæti ekki staðið meira á sama um það hver vinnur þessa keppni en við höfum ekkert nema gaman að því hvað allir fara alltaf á taugum yfir þessari keppni á hverju ári," segir hann.

„Ég er ekki umboðsmaður Jogvan. Ég hinsvegar fann hann og saman unnum við X-factor keppnina og ég sinnti umboðsmannsstarfinu um tíma og af því er ég bara stoltur."



„Við höfum ekkert nema gaman að því hvað allir fara alltaf á taugum yfir þessari keppni á hverju ári," segir Einar.
„Heru hitti ég þegar ég var í gaggó og hef verið aðdáandi síðan þá."

„Ég get ekkert af því gert að lögin eru nánast alveg eins en Öggi verður að hlusta meira á Kanann það er ljóst," segir Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×