Lífið

Örlygur Smári: Lagið er ekki stolið

„Mér finnst þetta varla svara vert," sagði Örlygur Smári þegar við spurðum hann út í lag hans og Heru Bjarkar.
„Mér finnst þetta varla svara vert," sagði Örlygur Smári þegar við spurðum hann út í lag hans og Heru Bjarkar.

„Mér finnst þetta varla svara vert. Þetta er árleg uppákoma sem tengist þessari keppni," svarar Örlygur Smári þegar Vísir hefur samband til að fá endanlega úr því skorið hvort lag hans og Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, sé stolið.

„Það er að finna lög sem eru lík lögunum sem taka þátt í Söngvakeppninni. Það er hægt að finna samsvarandi líkindi með flestum dægurlögum ef vandlega er leitað,"

Er þetta lag stolið Örlygur? „Nei, lagið er ekki stolið," svarar hann yfirvegaður og segir:„Laglínan og hljómagangurinn er ekki eins og það er það sem skiptir máli og gerir hvert lag."

Hvað ef gerð verður krafa á lagið, af höfundum lagsins Who do you love, sem fólk vill meina að sé líkt ykkar framlagi, ef þið vinnið keppnina? „Við höfum engar áhyggjur. Þetta lag er ekki stolið. Finnst þér lagið líkt, eða finnst þér bara sándið á lögunum líkt? Það er reginmunur á því," segir hann.

„Annars er ég ekki að fara í einhvern fjölmiðlaslag við Bubba eða nokkurn mann eða konu í tengslum við þátttöku mína í þessari keppni," bætir hann við og segir:

„Því má svo bæta við að þessi umfjöllun kom fyrst fram á Kananum hjá umboðsmanni Jógvans í síðustu viku. Greinilega liður í þeirra áróðursstríði."

„Ég get svo varla verið sammála um að umræður séu „eldheitar á netinu" eins og stendur í fréttinni." -elly@365.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×