Kötturinn sem heilsar dauðanum Óli Tynes skrifar 4. febrúar 2010 14:00 Kötturinn Óskar í Steere House. Köttur á bandarísku hjúkrunarheimili fyrir gamalt fólk með mikil elliglöp hefur nú spáð rétt fyrir um dauða fimmtíu sjúklinga. Starfsfólk á Steere House hjúkrunarheimilinu tók köttinn Óskar að sér þegar hann var kettlingur. Óskar er nú fimm ára gamall. Langt er síðan starfsfólkið fór að taka eftir því að Óskar virtist finna á sér þegar sjúklingar voru að deyja. Óskar er alla jafna ekkert mannblendinn og reikar einn með sjálfum sér um ganga heimilisins. Ef hinsvegar einhver er að deyja hoppar hann upp í rúmið hjá viðkomandi og hringar sig uppvið hann þartil hann skilur við. Dr. David Dosa læknir við heimilið og aðstoðarprófessor við Brown háskólann vakti fyrst athygli á Óskari með grein sem hann skrifaði um hann í læknaritið New England Journal of Medicine árið 2007. Þá hafði Óskar spáð rétt fyrir um dauðsföll í tuttugu og fimm tilfellum. Í dag hefur sú tala tvöfaldast. Í nokkrum tilfellum hefur Óskar greint betur en starfsfólkið hvað var að gerast. Eitt sinn settu hjúkrunarkonur hann upp í rúm hjá sjúklingi sem þær héldu að væri að deyja. Óskar stökk fram úr rúminu og fór til sjúklings á annarri stofu. Sá sjúklingur dó um kvöldið. Hinn sjúklingurinn dó tveim dögum seinna og þá var Óskar kominn upp í rúm til hans. David Dosa kann enga áreiðanlega skýringu á þessum hæfileika kattarins. Hann veltir upp þeim möguleika að það kunni að vera lyktarskynið. Sagt er að hundar geti fundið lykt af krabbameini. Dosa segir mögulegt að Óskar finni lykt af ketónum sem er sérstök lykt sem dyjandi frumur gefa frá sér. Dosa læknir og hjúkrunarfólkið er nú orðið svo visst um greiningar Óskars að það er farið að láta ættingja vita ef hann hringar um sig í rúmi hjá einhverjum. Ætla mætti að ættingjar og vinir sjúklinga litu á Óskar sem eitthvert óheillakvikindi, en svo er alls ekki. Þvert á móti segir Dosa að það sé ættingjunum huggun að vita að dýrið hafi hringað sig hjá ástvininum á hinstu stundu þegar þeir gátu ekki verið þar sjálfir. Óskars sé meira að segja oft getið hlýlega í dánartilkynningum og minningarræðum. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Köttur á bandarísku hjúkrunarheimili fyrir gamalt fólk með mikil elliglöp hefur nú spáð rétt fyrir um dauða fimmtíu sjúklinga. Starfsfólk á Steere House hjúkrunarheimilinu tók köttinn Óskar að sér þegar hann var kettlingur. Óskar er nú fimm ára gamall. Langt er síðan starfsfólkið fór að taka eftir því að Óskar virtist finna á sér þegar sjúklingar voru að deyja. Óskar er alla jafna ekkert mannblendinn og reikar einn með sjálfum sér um ganga heimilisins. Ef hinsvegar einhver er að deyja hoppar hann upp í rúmið hjá viðkomandi og hringar sig uppvið hann þartil hann skilur við. Dr. David Dosa læknir við heimilið og aðstoðarprófessor við Brown háskólann vakti fyrst athygli á Óskari með grein sem hann skrifaði um hann í læknaritið New England Journal of Medicine árið 2007. Þá hafði Óskar spáð rétt fyrir um dauðsföll í tuttugu og fimm tilfellum. Í dag hefur sú tala tvöfaldast. Í nokkrum tilfellum hefur Óskar greint betur en starfsfólkið hvað var að gerast. Eitt sinn settu hjúkrunarkonur hann upp í rúm hjá sjúklingi sem þær héldu að væri að deyja. Óskar stökk fram úr rúminu og fór til sjúklings á annarri stofu. Sá sjúklingur dó um kvöldið. Hinn sjúklingurinn dó tveim dögum seinna og þá var Óskar kominn upp í rúm til hans. David Dosa kann enga áreiðanlega skýringu á þessum hæfileika kattarins. Hann veltir upp þeim möguleika að það kunni að vera lyktarskynið. Sagt er að hundar geti fundið lykt af krabbameini. Dosa segir mögulegt að Óskar finni lykt af ketónum sem er sérstök lykt sem dyjandi frumur gefa frá sér. Dosa læknir og hjúkrunarfólkið er nú orðið svo visst um greiningar Óskars að það er farið að láta ættingja vita ef hann hringar um sig í rúmi hjá einhverjum. Ætla mætti að ættingjar og vinir sjúklinga litu á Óskar sem eitthvert óheillakvikindi, en svo er alls ekki. Þvert á móti segir Dosa að það sé ættingjunum huggun að vita að dýrið hafi hringað sig hjá ástvininum á hinstu stundu þegar þeir gátu ekki verið þar sjálfir. Óskars sé meira að segja oft getið hlýlega í dánartilkynningum og minningarræðum.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira