Baldur hefur fengið stöðu sakbornings 19. nóvember 2009 06:00 Baldur Guðlaugsson hefur nú réttarstöðu sakbornings hjá saksóknara. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru kyrrsettar í síðustu viku. Baldur á ríkan bótarétt komi í ljós að eignir hans hafi ekki verið kyrrsettar af nægri ástæðu. Lögreglumál Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er kominn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á sölu hans á bréfum í Landsbankanum. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru í síðustu viku kyrrsettar vegna rannsóknarinnar, en því úrræði er aðeins beitt gegn sakborningum í málum. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf í bankanum fyrir vel á annað hundrað milljónir eftir miðjan september í fyrra. Hann var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Bankarnir hrundu tæplega þremur vikum síðar. Nú hefur jafnvirði bréfanna verði kyrrsett. Baldur var færður til í starfi síðasta vor og gerður að ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hann hætti síðan störfum þar um mánaðamótin eftir að sagt var frá því að sérstakur saksóknari hefði tekið mál hans til rannsóknar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vikunni áður en Baldur tilkynnti að hann hygðist hætta störfum í menntamálaráðuneytinu hafi ráðuneytið grennslast fyrir um réttarstöðu hans. Hann hafi þá hvorki haft réttarstöðu grunaðs manns né sakbornings. Engu að síður varð það að samkomulagi milli hans og ráðherra að hann léti af störfum að eigin frumkvæði. Þetta hefur nú breyst, og Baldur fengið réttarstöðu sakbornings sem áður segir. Kyrrsetningin á eignum hans markar nokkur tíðindi, því þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari nýtir sér heimild sína til að kyrrsetja eignir sakborninga frá því að embættið var sett á laggirnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að heimildin hafi verið nýtt en vill ekki staðfesta að um mál Baldurs sé að ræða. Hann vill heldur ekki greina frá því hvort það voru fjármunir eða fasteignir sem voru kyrrsettar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sakborningum í tilvikum sem þessum leyft að bjóða fram eignir sem kyrrsetja má, en þó séu fjármunir alltaf valdir fram yfir aðrar eignir. Ólafur segir að þeir sem kyrrsetningunni sé beint gegn eigi sterkan bótarétt komi í ljós að gerðin hafi ekki verið á rökum reist. „Og við höfum í þessari umræðu um kyrrsetningar vísað til þess að það sé ekki rokið í þær nema að vel athuguðu máli," segir hann. stigur@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögreglumál Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er kominn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á sölu hans á bréfum í Landsbankanum. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru í síðustu viku kyrrsettar vegna rannsóknarinnar, en því úrræði er aðeins beitt gegn sakborningum í málum. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf í bankanum fyrir vel á annað hundrað milljónir eftir miðjan september í fyrra. Hann var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Bankarnir hrundu tæplega þremur vikum síðar. Nú hefur jafnvirði bréfanna verði kyrrsett. Baldur var færður til í starfi síðasta vor og gerður að ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Hann hætti síðan störfum þar um mánaðamótin eftir að sagt var frá því að sérstakur saksóknari hefði tekið mál hans til rannsóknar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vikunni áður en Baldur tilkynnti að hann hygðist hætta störfum í menntamálaráðuneytinu hafi ráðuneytið grennslast fyrir um réttarstöðu hans. Hann hafi þá hvorki haft réttarstöðu grunaðs manns né sakbornings. Engu að síður varð það að samkomulagi milli hans og ráðherra að hann léti af störfum að eigin frumkvæði. Þetta hefur nú breyst, og Baldur fengið réttarstöðu sakbornings sem áður segir. Kyrrsetningin á eignum hans markar nokkur tíðindi, því þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari nýtir sér heimild sína til að kyrrsetja eignir sakborninga frá því að embættið var sett á laggirnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að heimildin hafi verið nýtt en vill ekki staðfesta að um mál Baldurs sé að ræða. Hann vill heldur ekki greina frá því hvort það voru fjármunir eða fasteignir sem voru kyrrsettar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sakborningum í tilvikum sem þessum leyft að bjóða fram eignir sem kyrrsetja má, en þó séu fjármunir alltaf valdir fram yfir aðrar eignir. Ólafur segir að þeir sem kyrrsetningunni sé beint gegn eigi sterkan bótarétt komi í ljós að gerðin hafi ekki verið á rökum reist. „Og við höfum í þessari umræðu um kyrrsetningar vísað til þess að það sé ekki rokið í þær nema að vel athuguðu máli," segir hann. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira