Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Aukning verðbólgu um 0,4 prósentustig á milli mánaða þýðir ekki að verðbólga sé farin aftur á skrið. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka sem segir mælinguna í takti við væntingar og að hún búist ekki við því að hún hafi áhrif á vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 29.4.2025 12:00
Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Innan við þriðjungur svarenda í skoðanakönnun hefur miklar áhyggjur af því að tollar Bandaríkjastjórnar hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Svipað hlutfall hefur litlar eða engar áhyggjur af tollunum. Viðskipti innlent 29.4.2025 11:55
Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. Viðskipti erlent 29.4.2025 11:19
Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Stefán Magnússon veitingamaður hefur verið ákærður fyrir hundrað milljón króna skattsvik. Brotin á hann að hafa framið á árunum 2020 til 2023 þegar hann var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður tveggja félaga, annars vegar Steikar ehf. og hins vegar Gourmet. Viðskipti innlent 28.4.2025 21:22
Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 16:09
Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS. Viðskipti innlent 28.4.2025 14:52
Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Landsvirkjun hefur samið við Ístak hf. um ýmis mannvirki fyrir Vaðölduver, eða Búrfellslund, þar sem fyrsta vindorkuver landsins rís. Upphæð samningsins nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 13:28
Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 09:33
Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. Viðskipti innlent 26.4.2025 22:30
Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Neytendur 26.4.2025 15:21
Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Búið er að skipta út smurbrauðinu á veitingastaðnum Krónikunni fyrir pizzur. Nýr matseðill er hannaður af Lucas Keller sem áður rak Cocoo‘s Nest. Veitingastaðnum var breytt til að taka betur mið af þörfum ungra barnafjölskyldna sem koma reglulega á svæðið en veitingastaðurinn er rekinn við Gerðasafn í Kópavogi. Viðskipti innlent 26.4.2025 13:02
Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Viðskipti innlent 26.4.2025 11:44
Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Eva Þorsteinsdóttir, partner og Senior Account Manager hjá Sahara auglýsingastofu, sefur eins lengi og hún kemst upp með á morgnana. Þegar hún síðan fer loksins fram úr reynir hún að múltítaska eins og vindurinn, með tilheyrandi alls konar. Atvinnulíf 26.4.2025 10:01
Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað. Viðskipti innlent 25.4.2025 23:34
Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Nú hljóta flestir að hugsa: Í hvaða starfi er fólk truflað svona oft? Og er eitthvað hægt að vinna ef truflunin er svona tíð? Flestir hugsa líka örugglega: Þetta á samt sem betur fer ekki við mig. Atvinnulíf 25.4.2025 07:03
Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða. Viðskipti erlent 25.4.2025 07:01
Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ „Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum. Atvinnulíf 24.4.2025 08:02
Kaupsamningur undirritaður um Grósku Fasteignafélagið Heimar undirritaði í gær samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. og Gróðurhússins ehf. Gróska á fasteigninga Grósku í Vatnsmýrnni, eina stærstu skrifstofubyggingu landsins. Viðskipti innlent 24.4.2025 08:02
Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23.4.2025 20:49
Gefur eftir í tollastríði við Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að lækka verulega tolla sem hann hefur beitt Kína. Í einhverjum tilfellum eiga tollarnir á innflutning frá Kína að lækka um meira en helming en Trump hefur ekki tekið lokaákvörðun. Viðskipti erlent 23.4.2025 16:37
Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eru búin að selja Kaffi Kjós og verður veitingastaðnum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu á Facebook-síðu veitingastaðarins kemur fram að húsinu verði breytt í íbúðarhús. Viðskipti innlent 23.4.2025 12:49
Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg. Viðskipti innlent 23.4.2025 12:19
ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. Viðskipti erlent 23.4.2025 11:39
Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. Viðskipti innlent 23.4.2025 09:06