Körfubolti

Kefla­víkur­sigur í kafla­skiptum leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún skoruðu sitthvor 23 stigin í kvöld
Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún skoruðu sitthvor 23 stigin í kvöld Vísir/Diego

Keflavíkurkonur gerðu góða ferð í Skagafjörðinn í kvöld þegar liðið lagði Tindastól, 88-96, í nokkuð kaflaskiptum leik.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu 32 stig í fyrsta leikhluta gegn 19 en leikurinn snérist nánast algjörlega við á næstu tíu mínútum þar sem Keflavík skoraði 19 gegn 29 og því munaði aðeins þremur stigum á liðunum í hálfleik, staðan 48-51.

Keflavík náði að komast skrefi á undan í kjölfarið og leiddu með átta stigum fyrir lokaátökin. Heimakonur minnkuðu muninn strax í sex en þá kom góður kafli rúmlega tveggja mínútna kafli hjá Keflvíkingum og munurinn allt í einu orðinn 16 stig.

Það var meira en nóg svigrúm til að sigla sigrinum heim og Keflavík fer með öll stigin frá Króknum.

Stigahæstar í liði Keflavíkur voru þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir sem báðar skoruðu 23 stig. Í liði Tindastóls var Maddie Sutton með einn eina tröllatvennuna, 26 stig og 20 fráköst, og var raunar með þrefalda tvennu því hún bætti við tíu stoðsendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×