Fréttamynd

Össur ekki sáttur við nefndina

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er ekki sáttur við hugmyndir menntamálaráðherra um nýja fjölmiðlanefnd en í henni eiga stjórnarflokkarnir þrjá fulltrúa en stjórnarandstæðingar tvo.  

Innlent
Fréttamynd

Nefndin strax orðin umdeild

Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina.

Innlent
Fréttamynd

Ný fjölmiðlanefnd skipuð

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt frumvarp, nýtt ráðuneyti

Nýtt fjölmiðlafrumvarp kemur ekki frá forsætisráðuneytinu eins og það síðasta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra boðaði í stefnuræðu sinni í gær að lagasetning um eignarhald á fjölmiðlum verði á ábyrgð menntamálaráðuneytisins. Það er því ljóst að fjölmiðlafrumvarp verður áfram á verkefnaskrá og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlalögin fallin úr gildi

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun staðfesta lögin sem fella úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar 2. júní. Ólafur Ragnar sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í gær:

Innlent
Fréttamynd

Forseti staðfesti lagafrumvarpið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að staðfesta lagafrumvarpið sem fellir úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar fyrr í sumar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lögin komin í forsætisráðuneytið

Nýjustu fjölmiðlalögin, sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtudag, bárust forsætisráðuneytinu laust fyrir hádegi og hafa því ekki borist forsetanum til undirritunar. Hann þarf að fá ný lög til staðfestingar innan hálfs mánaðar frá því að Alþingi samþykkir þau.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðaratkvæða- greiðsla möguleg

Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlalögin felld úr gildi

Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarhreyfingin starfar áfram

Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi ræðir frumvarp um afnám

Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa.

Innlent
Fréttamynd

Með Alþingi í gíslingu

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja að nú sé möguleiki á að ná sátt í samfélaginu um fjölmiðlalög, ef undirbúningur þeirra verður unnin í samstarfi við alla. Formaður Samfylkingarinnar segir fráleitt að afnema málsskotsrétt forsetans, hann sé eina vörn borgaranna gegn ráðherraræðinu.

Innlent
Fréttamynd

Málskotsréttur forseta úr sögunni

Til þess að afnema málskotsrétt forseta Íslands þarf stjórnarskrárbreytingu. Stjórnarskrárbreyting verður ekki gerð nema á tveim þingum og er því ferli sem tekur langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fundi ríkisstjórnar lokið

Davíð Oddsson sagðist hress eftir ríkisstjórnarfund sem haldinn var í morgun. Hann telur að allir séu sammála um það, fyrir utan þá sem eru hrein handbendi aðila útí bæ, að setja verði lög um fjölmiðla þó það verði gert síðar. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir engan standa uppi sem sigurvegari í fjölmiðlamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Saga fjölmiðlamálsins

Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon  inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnmálaleiðtogi myrtur

Írakskur stjórnmálaleiðtogi í Basra, annarri stærstu borg landsins, var myrtur í morgun. Talsmaður héraðsstjórnarinnar í Basra segir að menn í öryggisbúningum hafi skotið meðlim stjórnarinnar, al-Anachi, við varðstöð í borginni. Undanfarið hafa nokkrir stjórnmálaleiðtogar í Írak verið drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Lögin voru hefndarleiðangur

Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir greinilegt að hún hafi viðurkennt uppgjöf í fjölmiðlamálinu. Efast er um að heimilt sé að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem skýrt sé kveðið á um hana í stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Vill endurskoða málskotsrétt

Forsætisráðherra vill láta endurskoða 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta. Þetta er þó ekki liður í samkomulagi formanna stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson sagði í morgun að fulltrúar allra flokkanna hefðu rætt um endurskoðun stjórnarskrárinnar hvað þetta varðar.

Innlent
Fréttamynd

Skynsamlegt en samt brot

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir að forseti Íslands standi andspænis erfiðu vali, ef og þegar hann fær nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfestingar: Á hann að velja leið skynseminnar eða leið stjórnarskrárinnar?

Innlent
Fréttamynd

Meðferð málsins skrípaleikur

Stjórnarandstaðan í Allsherjarnefnd Alþingis segir meðferð fjölmiðlamálsins skrípaleik. Fundur nefndarinnar hófst klukkan fimm í dag, en var frestað í morgun. Meirihluti nefndarinnar kynnti ekki niðurstöðu stjórnarformannanna en sagði að hún yrði kynnt á fundi nefndarinnar á morgun.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.