„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 15:04 Ingimar Helgi Finnsson og Hugi Halldórsson. Facebook/FantasyGandalf Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. „Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“ Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Hvenær ætlar þú að segja að hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki?“ spyr Hugi en hann hefur fengið fyrirmæli frá fjölmiðlanefnd um að skrá sig sem fjölmiðil. Og „skrá sig“ eru einmitt þau orð sem ber að nota í þessu samhengi, þar sem Hugi vill meina að hlaðvarpið sitt sé miklu nær því að vera blogg en fjölmiðill. „Ég mæti bara einu sinni í viku og segi það sem mér finnst. Þetta er eins og að skrifa pistil; þetta er bara blogg,“ útskýrir Hugi og vísar í nýyrði sem hann segir nærtækast að nota: Bloggvarp. Þess ber að geta að í lögum um fjölmiðla er hvergi talað um hlaðvörp nema í hugtakaskýringum. Hvenær er hlaðvarp fjölmiðill? Að minnsta kosti þrír hlaðvarparar hafa fengið bréf frá fjölmiðlanefnd þar sem þeir eru skikkaðir til að skrá sig sem fjölmiðla. Tilefnið, a.m.k. í tilviki FantasyGandalf, eru auglýsingar frá veðmálafyrirtækisins Coolbet en þær eru ólöglegar í íslenskum fjölmiðlum þar sem fyrirtækið hefur ekki heimild til veðmálastarfsemi hérlendis. Í samskiptum fjölmiðlanefndar við Huga kemur hins vegar ekkert fram um það á hvaða forsendum honum er gert að skrá hlaðvarpið sem fjölmiðil né hvaða hlaðvörp falli undir fjölmiðlalög að mati fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir, formaður nefndarinnar, sagði sjálf í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ljóst að ekki væru öll hlaðvörp fjölmiðlar. Hún gaf enga skýringu á því hvaða viðmiðum nefndin færi eftir í ákvörðunum sínum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd Á leið í „helvíti stóra rassíu“ „Ef ég þarf að skrá mig þurfa helvíti mörg hlaðvörp að skrá sig,“ segir Hugi en hann metur fjöldann á bilinu 200-300 hér á landi. Hann vísar til orða Elfu um að gerður sé greinarmunur á vefmiðlum og bloggi og segir að ef fjölmiðlanefnd ætli í „þessa vegferð“ þá verði sömuleiðis að gera greinarmun á fjölmiðlavörpum og bloggvörpum. „Þetta er ormagryfja,“ segir hann. „Mér finnst þau vera að teygja sig helvíti langt gagnvart mér og fyrst þau eru byrjuð á þessu þá þurfa þau að fara í helvíti stóra rassíu.“ Hugi segir að skýrar reglur verði að gilda og að fjölmiðlanefnd verði að rökstyðja ákvarðanir sínar greinilega þegar kemur að því að gera upp á milli hlaðvarpa. „Þú getur ekki bara sagt: Þú mátt gera þetta en ekki þú.“ Mun skrá sig ef fjölmiðlanefnd skýrir mál sitt Hvað varðar FantasyGandalf sé ljóst að hann hafi hvorki atvinnu af hlaðvarpinu né sé því ritstýrt. Það sé vettvangur til að koma skoðunum á framfæri, líkt og blogg. „Ég mun skrá mig sem fjölmiðil ef ég fæ almennileg og skýr rök. Ég þarf að fá greinargóðar og ítarlegar skýringar á því af hverju ég sérstaklega fell undir þessi lög,“ segir Hugi, sem hefur svarað erindi fjölmiðlanefndar. Hann segist hafa heyrt því fleygt að í ákvörðunum sínum um hlaðvörpin sé fjölmiðlanefnd að styðjast við Evrópulöggjöf sem enn hafi ekki verið innleidd hérlendis. „Ég er alveg til í að fylgja lögum en það eru engin lög um þetta. Ef þau eru að túlka einhver lög þannig að þau gildi um mig, þá þarf greinilega bara að útskýra það fyrir mér eins og ég sé fimm ára.“
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira