Fimleikar

Fréttamynd

Stjarnan Ís­lands­meistari sjötta árið í röð

Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna í hópfimleikum sjötta árið í röð eftir harða baráttu við Gerplu í gær, laugardag. Stjörnukonur áttu harma að hefna en Gerpla rauf sigurgöngu Stjörnunnar á bikarmótinu sem fram fór í mars.

Sport
Fréttamynd

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

Innlent
Fréttamynd

Þrenn verðlaun Valgarðs í Finnlandi

Valgarð Reinhardsson nældi í tvenn silfurverðlaun á Norður Evrópumótinu í Finnlandi sem lauk í dag. Auk þess vann íslenska liðið bronsverðlaun í liðakeppninni í gær.

Sport
Fréttamynd

Segja ágreining en ekki meintan ölvunarakstur ástæðu afsagnar

Stjórn Fimleikasambands Íslands segir ekki rétt að Kristinn Arnarsson, formaður, hafi sagt af sér vegna meints ölvunaraksturs eins af landsliðsþjálfurum sambandsins. Langvarandi ágreiningur um val landsliðsþjálfara hafi þess í stað verið ástæðan og Kristinn hafi sjálfur sagt það.

Sport
Fréttamynd

Strákarnir í úr­slit líkt og stelpurnar

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er komið í úrslit á Evrópumótinu sem nú fer fram í Lúxemborg. Fyrr í kvöld komst íslenska kvennalandsliðið í úrslit en liðið á titil að verja. Strákarnir höfnuðu í öðru sæti Evrópumótsins sem fór fram á síðasta ári og geta því gert gott betur í ár.

Sport
Fréttamynd

Kol­brún Þöll sleit hásin og missir af EM

Kolbrún Þöll Þorradóttir, landsliðskona í hópfimleikum, verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst síðar í vikunni. Hún sleit hásin á æfingu í gærkvöldi, mánudag. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Kolbrúnu Þöll sem og íslenska landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Val­garð tryggði sér sæti á HM 2022

Valgarð Reinhardsson, Íslandsmeistari í áhaldafimleikum, stóð sig frábærlega á Evrópumótinu sem fram fór í München nýverið. Árangurinn þar þýðir að Valgarð er nú búinn að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Liverpool í Englandi frá 29. október til 6. nóvember.

Sport
Fréttamynd

Thelma og Hildur Maja fara á HM

Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir munu keppa á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í vetur vegna góðs árangurs á Evrópumótinu í München.

Sport
Fréttamynd

Thelma Norður­landa­meistari á slá

Norðurlandamóti í áhaldafimleikum lauk í dag. Thelma Aðalsteinsdóttir kom, sá og sigraði. Hún framkvæmdi frábæra sláarseríu sem tryggði henni Norðurlandameistaratitilinn á slá.

Sport
Fréttamynd

Finnst ekkert skemmtilegra en fáránlegar keppnir og áskoranir

Glódís Guðgeirsdóttir er 28 ára gamall lífskúnstner, jarðfræðingur, fimleikastelpa, móðir, vinkona og ýmislegt annað og lýsir sjálfri sér sem ofsalegri stemningskonu. Hún elskar góðan kaffibolla og kvöldsund og passar sig að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Glódís er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið