
Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð
„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.

Þjóðþekktir á meðal hinna hugrökku á slysstað í Skötufirði
Lögreglan á Vestfjörðum segir að fjórir vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang umferðarslyssins í Skötufirði þann 16. janúar hafi sýnt mikið hugrekki og unnið vel á vettvangi. Fjórmenningarnir eru sumir hverjir þjóðþekktir og segir lögregla að þeir hafi veitt fyrstu hjálp í slysinu. Á endanum kostaði slysið unga móður og barn hennar, sem búsett voru á Flateyri, lífið.

Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp
Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur.

Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku
Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag.

„Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum“
Varðstjóri á Ísafirði segir að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins á laugardag.

Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði
Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum.

Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum
Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna.

Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví
Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið
Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum.

Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum.

Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng
Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum.

Hver hleypti úlfinum inn?
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skrifar um sameiningarmál.

RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi
„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Grænbók um málefni sveitarfélaga, „Anschluβ“?
Nokkur orð um grænbókarvinnu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Mugison og Rúna selja einbýlishúsið í Súðavík
Þau Örn Elías Guðmundsson, bestur þekktur sem Mugson, Rúna Esradóttir, tónlistarkennari, hafa sett einbýlishús sitt við Víkurgötu í Súðavík á sölu.

Sjáðu hvað þú lést mig gera…
Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mig langar að deila með ykkur kæra fólk, öllum sem nenna að lesa þessar línur, sýn minni á sveitarstjórnarmál og ekki síst Samband íslenskra sveitarfélaga.

Tvö ný smit í Bolungarvík hjá fólki í sóttkví
Upp komu tvö ný smit á norðanverðum Vestfjörðum í gær. Bæði smitin komu úr þekktum smithópum í Bolungarvík og voru báðir einstaklingarnir því í sóttkví

Losað að hluta um samkomubann í Bolungarvík og á Ísafirði
Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði.

Léttir til yfir Vestfjörðum: Þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist
Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin
Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun.