Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden

Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað

Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar flúðu Texas aftur

Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas í Bandaríkjunum hafa flúið ríkið á nýjan leik til að reyna að koma í veg fyrir samþykkt umdeildra lagafrumvarpa í ríkinu. Athygli þeirra beinist sérstaklega að lagafrumvarpi sem mun gera fólki erfiðara að kjósa í Texas en einnig lögum um fósturrof og kennslu um rasisma í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós

Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata.

Erlent
Fréttamynd

John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin

John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin.

Lífið
Fréttamynd

Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York

Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svika­brigslum Trump

Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan.

Erlent
Fréttamynd

Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir sam­særis­kenningar

Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið.

Erlent
Fréttamynd

Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik

Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum.

Erlent
Fréttamynd

Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“.

Erlent
Fréttamynd

Kanna hvort úkraínskir embættismenn hafi reynt að hjálpa Trump

Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort að hópur úkraínskra núverandi og fyrrverandi embættismanna hafi reynt að hafa áhrifa á bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þeir kunni að hafa dreift misvísandi upplýsingum um Joe Biden til að hjálpa Donald Trump að landa sigri.

Erlent
Fréttamynd

Trump segist stefna aftur á framboð

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar í hár saman vegna um­deildrar endur­skoðunar

Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump

Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni.

Erlent
Fréttamynd

Cheney líklega bolað úr embætti á morgun

Þingkonan Liz Cheney, þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir atkvæðagreiðslu um að víkja henni úr þeirri stöðu hennar. Leiðtogar flokksins eru ósáttir við að hún neiti að dreifa „stóru lyginni“ svokölluðu um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Donald Trump, fyrrverandi forseta, sigur í kosningunum í fyrra.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.