Verkfall 2016

Fréttamynd

Útlit fyrir að verkföll haldi áfram

Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Kjaraviðræðurnar ganga hægt

Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta á eins og mögulegt er

„Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hægur gangur í viðræðunum

Ríkið hefur boðið sambærilegar hækkanir og á almenna markaðnum, en félögin krefjast sömu hækkana og gerðardómur dæmdi öðrum ríkisstarfsmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta verkfall SFR í 31 ár

Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri

Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn.

Innlent