Vodafone-innbrotið

Vodafone-lekinn: Fengu bætur vegna skilaboða um kynlíf, fjárhagsvandræði og skilnað
Hæstu bæturnar voru 1,5 milljónir króna en Vodafone var sýknað í tveimur málum.

Ekki leitað til erlendra lögregluembætta
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á netárás á vefsíðu Vodafone í desamber í fyrra þar sem tölvuþrjótum tókst að komast yfir persónulegar upplýsingar frá viðskiptavinum fyrirtækisins.

Símafélögum er óheimilt að afhenda gögn sem eru eldri en sex mánaða
Forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir lagaákvæði um geymslu gagna símafélaga skýr. Hæstaréttarlögmaður segir óeðlilegt að lögregla óski eftir aðgangi að eldri gögnum en lög kveða á um.

Vodafone harmar vistun gagnanna: „Gögnin áttu ekki að vera geymd“
Gögn sem Vodafone veitti lögreglu um fimm ára gömul símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli áttu ekki að vera geymd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar fréttar Vísis í gærkvöldi.

Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði.

Lögreglan vill fá hjálp frá Tyrklandi
Lögreglan mun biðja tyrknesku lögregluna um aðstoð við að upplýsa árás á vef Vodafone.

Fáir hafa flutt sig frá Vodafone
Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins.

Allir hafa eitthvað að fela
Það vöknuðu margir af værum blundi þegar hakkari braust inn á heimasíðu Vodafone og opinberaði viðkvæmar persónuupplýsingar. Um 80 þúsund smáskilaboð, lykilorð og kennitölur voru meðal þess sem almenningur fékk aðgang að. Vodafone málið vekur upp spurningar um netöryggi en það er fáir sem kjósa að nýta sér þær dulkóðunarvarnir sem í boði eru og eru tiltölulega einfaldar í notkun.

Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár
Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum.

Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar
Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að tvisvar hafi verið brotist inn á heimasíðu Læknavaktarinnar. Framkvæmdastjórinn segir engin persónuleg gögn tengd við síðuna.

Kerfisfræðingur HSS kannast ekki við tölvuárás
Vefsíða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) varð fyrir tölvuárás þann 16. janúar síðastliðinn. Hakkari skildi eftir sig tóma forsíðu, ef frá er talin undirskrift hans.

Fyrri árásir ógnuðu ekki upplýsingaöryggi
Vodafone sá ekki ástæðu til að senda tilkynningu til Póst- og fjarskiptastofnunar eftir að ráðist var á vefsíðu fyrirtækisins í tvígang, þann 7. mars í fyrra og 3. maí í ár.

Mín dýpstu vefleyndó
Vodafone-lekinn er toppurinn á ísjakanum. Við dælum persónuupplýsingum inn á samfélagsmiðla daglega og það er tímaspursmál hvenær samskipti okkar af Facebook, Snapchat og fleiri samfélagsmiðlum verða gerð opinber.

Orðið hakkari hefur orðið klisjunni að bráð
Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson.

Engar úttektir á SMS-gagnagrunnum
Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir stofnunina hvorki hafa afkastagetu né fjármuni til að gera úttektir á fjarskiptafyrirtækjunum. Miðað við fjárlög fyrir næsta ár verður ekki breyting þar á.

Persónuvernd nær ekki að sinna hlutverki sínu
"Okkur ber að gera úttektir á öryggi reglulega en við höfum núna um nokkurra missera skeið ekki getað gert það,“ segir forstjórinn.

Mikil velta í Kauphöllinni
Gengi allra félaga í Kauphöll Íslands hækkaði í dag að Össuri undanskildu.

Óvíst hvort geymsla sms-skilaboða hafi verið lögbrot
Forsvarsmenn Vodafone sögðu á fundi Umhvefis- og samgöngunefndar í morgun, að geymsla sms-skilaboða af vefnum hafi þeir ekki endilega brotið lög.

Tyrkneski hakkarinn skoðaði líka síðu Símans
Sömu ip-tölur og tengjast árasinni á vef Vodafone, voru skráð í kerfið hjá Símanum í fyrrinótt.

Forsvarsmenn Vodafone mættu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundinum vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags.