Viðskipti innlent

Mikil velta í Kauphöllinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Gengi allra félaga í Kauphöll Íslands hækkaði í dag að Össuri undanskildu, sem lækkaði um 1,12%. Heildarveltan í Kauphöllinni var tæplega einn og hálfur milljarður króna og úrvalsvísitalan hækkaði um tæpt prósent og var 1.236,62 við lok markaða í dag.

Mest hækkun var á hlutabréfum Vodafone, sem hækkuðu um 1,91%. Icelandair hækkaði um 1,48% og TM og VÍS hækkuðu um 1,45% hvort. Eimskipafélagið hækkaði um 1,01%, Hagar um 0,93%, Reginn um 0,56% og Marel um 0,37%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×