Landsdómur

Fréttamynd

Björgvin segist ekki hafa verið leyndur upplýsingum

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist alls ekki hafa fengið minni upplýsingar en aðrir um starf samráðshóps um fjármálastöðugleika. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari sagði að upp hefðu komið ásakanir um að hann hefði verið lausmáll og spurði hvort það gæti hafa orsakað að hann hefði fengið minni upplýsingar en aðrir ráðherrar um starf hópsins.

Innlent
Fréttamynd

Eðlilegt að hafa leynd yfir starfi samráðshópsins

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir eðlilegt að starf samráðshóps um fjármálastöðugleika hafi starfað leynt. "Allur kvittur um að stjórnvöld hefðu ekki trú á tilteknum banka gat umsvifalaust haft þau áhrif að áhlaup yrði gert á banka,‟ sagði Björgvin fyrir Landsdómi í morgun. Hann bætti því við að menn hefðu óttast áhlaup sem enginn banki gæti staðist.

Innlent
Fréttamynd

Davíð mætir í Landsdóm klukkan 14:15

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri gefur skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Ráðgert er að skýrslutakan yfir Davíð hefjist klukkan fimmtán mínútur yfir tvö.

Innlent
Fréttamynd

Segir starf samráðshópsins hafa verið markvisst

Drög að frumvarpi um neyðarlög voru kynnt í viðskiptaráðuneytinu 9. maí 2008, sagði Björgvin. G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fyrir Landsdómi í dag. Frumvarpið var undirbúið fyrir tilstuðlan samráðshóps um fjármálastöðugleika.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Samantekt klukkan fimm

Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fréttamenn fara yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 16 og 17.

Innlent
Fréttamynd

Geir: Afskipti mín af Icesave hefðu engu breytt

"Afskipti mín af því hvort Icesave ætti að vera í dótturfélagi í Bretlandi eða ekki hefðu engu breytt, og hefðu verið úr takti við málið," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn átti ekki nægar eignir fyrir dótturfélagið

Landsbankinn þurfti að leggja fram eignir sem ekki voru fyrir hendi, hefði hann ætlað sér að stofna sérstakt dótturfélag um starfsemi sína í Bretland, eða svokallað Icesave reikninga. Þetta sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Fjórða samantekt - myndskeið

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fer yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 13 og 14. Sigríður Friðjónsdóttir hélt þar áfram að taka skýrslu af Geir H. Haarde.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Þriðja samantekt - myndskeið

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fer yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 11 og 12. Sigríður Friðjónsdóttir hélt þar áfram að taka skýrslu af Geir H. Haarde.

Innlent
Fréttamynd

Var ekki hægt að vefengja mat erlendra endurskoðenda

Geir Haarde segir að nú sé augljóst að eigið fé bankanna hafi samanstaðið af uppblásnum eignum. Það hefði hins vegar ekki verið hægt að benda á þetta fyrir hrun bankanna. "Átti ríkisstjórnin að draga í efa að úppáskriftir alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja væri í lagi,“ sagði Geir.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Önnur samantekt - myndskeið

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fór yfir það sem gerðist í aðalmeðferð Landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu á milli klukkan 10:00 og 11. Sigríður Friðjónsdóttir tók þar skýrslu af Geir H. Haarde.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin ekki leyndur neinu - samt haldið frá fundum

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafi ekki verið markvisst leyndur neinum upplýsingum í aðdraganda að hruni bankanna. Þetta sagði Geir þegar Andri Árnason verjandi hans spurði hann út í upplýsingar sem einstakir ráðherrar höfðu frá samráðshópi um fjármálastöðugleika.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Fyrsta samantekt - myndskeið

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er staddur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem aðalmeðferð Landsdóms fer nú fram. Klukkan 10 fór hann yfir gang mála fyrsta klukkutímann í aðalmeðferðinni þar sem Sigríður Friðjónsdóttir tók skýrslu af Geir H. Haarde.

Innlent
Fréttamynd

Ógerlegt að minnka bankana

"Það hefði enginn vandi verið að setja á blað að bankarnir hefðu á tt að minnka efnahagsreikning sinn,“ sagði Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi í morgun. Hann sagði að þetta hefði verið eitt þeirra atriða sem menn vissu að þurfti að gera en var einfaldlega ekki hægt. Hann sagði að það hefðu verið fjölmörg atriði sem hefði þurft að vinna en menn hefðu einfadlega ekki getað gert.

Innlent
Fréttamynd

Fullt út úr dyrum í Landsdómi - myndskeið

Geir H. Haarde og fjölskylda mættu í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan níu í morgu þar sem aðalmeðferð fer fram í Landsdómsmálinu svokallaða. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis mætti einnig ásamt aðstoðarmönnum sínum. Geir vildi lítið ræða við fjölmiðlamenn.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á dómaraskipan í Landsdómsmáli

Gunnlaugur Claessen er horfinn úr hópi dómara í Landsdómsmálinu en til stóð að hann yrði þar á meðal. Í hans stað er kominn Eiríkur Tómasson kollegi Gunnlaugs í Hæstarétti. Þá hefur Helgi Jónsson, sem var dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur vikið sæti en í hans stað kemur Eggert Óskarsson sem gegnir dómstjórastöðunni á meðan Helgi situr í Hæstarétti tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Samráðshópurinn vann drög að neyðarlögunum

Samráðshópur um fármálastöðugleika, undir stjórn Bolla Þórs Bollasonar, lét vinna viðbúnaðaráætlun sem varð til þess að unnin voru drög að frumvarpi til neyðarlaga. Geir Haarde hafnaði því með öllu fyrir Landsdómi í morgun að vinna hópsins hafi verið ómarkviss. Einn liður í ákæru gegn Geir snýr að starfi hópsins.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því að starfið hafi verið ómarkvisst

"Þetta er í fyrsta inn við rekstur alls þessa máls sem ég fæ tækifæri til að svara spurningum um það,“ sagði Geir Haarde. Hann vakti athygli á því að hann hefði ekki fengið tækifæri til að svara spurningum áður en ákæra var gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi fólks fylgist með máli Geirs

Gríðarlegur fjöldi fólks er kominn saman í Þjóðmenningarhúsinu á Hverfisgötu til þess að fylgjast með málaferlum gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Exeter-mál sérstaks saksóknara bíður Landsdóms

Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi stjórnendum Byrs og MP banka, svokallað Exeter-mál, er eitt fjölmargra sem verður ekki tekið fyrir í Hæstarétti fyrr en eftir að dómur fellur í Landsdómi í máli Geirs H. Haarde.

Innlent
Fréttamynd

Geir fer í vitnastúkuna í dag

Aðalmeðferð í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi hefst í dag með vitnaleiðslu. Geir er ákærður fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins og mun bera vitni fyrstur. Gert er ráð fyrir því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, setjist því næst í vitnastól.

Innlent