Tennis

Fréttamynd

Federer ætlar að ná efsta sæti heimslistans á ný

Tenniskappinn Roger Federer hefur ekki sigrað á stórmóti í tennis frá því hann vann opna ástralska meistaramótið árið 2010. Það er of langur tími að mati Federer sem sigraði á Indian Wells meistaramótinu um helgina.

Sport
Fréttamynd

Federer sýndi mátt sinn í Dúbæ

Roger Federer sýndi að hann ætlar sér að komast aftur í efsta sæti heimslistans með því að bera sigur úr býtum á Dúbæ-meistaramótinu í dag.

Sport
Fréttamynd

Caroline Wozniacki sár út í Navratilovu

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki hefur fengið sig fullsadda af gagnrýni tennisspekinga sem margir vilja meina að hún hafi ekki átt skilið að vera í efsta sæti heimslistans. Wozniacki hefur ekki enn unnið risamót og er nú ekki lengur í efsta sæti heimslistans eftir slæmt gengi á opna ástralska mótinu á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Federer fór létt með del Porto í Rotterdam

Svisslendingurinn Roger Federer vann Juan Martin del Porto í úrslitaleiknum á World Tennis Tournament í Rotterdam. Það tók Federer aðeins einn og hálfan klukkutíma að leggja Porto af velli.

Sport
Fréttamynd

Gömul tennisstjarna: Pabbi og mamma eyddu öllum peningunum mínum

Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum.

Sport
Fréttamynd

Caroline Wozniacki rak þjálfarann: Hann gat ekki kennt mér neitt

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki rak þjálfara sinn Ricardo Sanchez eftir ófarir sínar á opna ástralska mótinu þar sem hún datt út úr átta manna úrslitunum og missti efsta sætið á heimslitanum. Caroline hefur sagt frá ástæðunum fyirr því að spænski þjálfarinn var látinn taka pokann sinn.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki búin að reka þjálfarann sinn

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki er búin að finna blóraböggul fyrir slæmu gengi hennar á opna ástralska mótinu þar sem hún datt út úr átta manna úrslitum og missti í kjölfarið efsta sætið á heimslistanum.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki hrundi niður í fjórða sæti á heimslistanum

Danska tenniskonan Caroline Wozniacki er ekki lengur besta tenniskona heims samkvæmt heimslistanum og það sem meira er slakur árangur hennar á opna ástralska mótinu sá til þess að hún fór úr fyrsta sætinu og niður í það fjórða.

Sport
Fréttamynd

Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik

Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki er betri í golfi en McIlroy í tennis

Golfarinn Rory McIlroy og tenniskonan Caroline Wozniacki eru súperparið í íþróttaheiminum í dag enda bæði í fremstu röð í heiminum í sínum íþróttagreinum. McIlroy tjáði sig aðeins um samband þeirra í viðtali við Irish Times.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki komin með nýjan þjálfara sem lofar risatitlum

Caroline Wozniacki er annað árið í röð efsta sæti heimslistans en þessi danska tenniskona á samt enn eftir að vinna risamót á ferlinum. Hún er nú kominn með nýjan þjálfara sem á að reyna að hjálpa henni til að brjóta þann múr.

Sport
Fréttamynd

Ferrer valtaði yfir besta tenniskappa heims á 75 mínútum

Spánverjinn David Ferrer kom öllum á óvart þegar hann valtaði yfir besta tennismann heims, Novak Djokovic, á tennismóti í London. Það tók Ferrer aðeins 75 mínútur að afgreiða Djokovic. Ferrer vann 6-3 og 6-1 en þetta var aðeins fimmta tap Djokovic í 75 viðureignum.

Sport
Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma Murray gegn Nadal

Skotinn Andy Murray sigraði Spánverjann Rafael Nadal í úrslitum opna japanska meistaramótsins í tennis í dag. Allt leit út fyrir sjötta sigur Nadal í röð gegn Murray sem sneri taflinu við eftir tap í fyrsta setti og vann glæsilegan sigur 3-6, 6-2 og 6-0.

Sport