Grímsvötn

Fréttamynd

Líkur á að gos fylgi hlaupi í Gríms­vötnum hafa aukist

Ekkert varð úr hrak­spám vísinda­manna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökul­hlaup yrði í Gríms­vötnum það árið og því gæti mögu­lega fylgt eld­gos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatns­magn í vötnin og enn meiri kvika í kviku­hólfið.

Innlent
Fréttamynd

Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð

Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna

Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup ekki hafið en eldstöðin komin á tíma

Hlaup er ekki hafið í Grímsvötnum og allt er með kyrrum kjörum eins og er. GPS stöð, sem staðsett er á íshellu á Grímsvötnum, sýndi merki um hreyfingar fyrir helgi en af þeim sökum tölu náttúruvársérfræðingar að líklegt væri að hlaup væri hafið. Allt kom þó fyrir ekki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hlaup heldur hallandi staur

Ástæða þess að útlit var fyrir að Grímsvatnahlaup væri hafið fyrir helgina er nú fundin, en staur sem GPS-mælir er festu á var farinn að halla og því leit út fyrir að yfirborð væri að lækka og hlaup því að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Lífið á Kirkjubæjarklaustri að komast í eðlilegt horf

Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri var opnaður í morgun, en hann hafði verið lokaður alla vikuna vegna öskufalls. Þá er verið að þrífa grunnskólann og sundlaugina en óvíst er hvenær starfsemi hefst þar á ný. Íbúafundur verður haldin á Klaustri í kvöld um stöðu mála á öskusvæðunum.

Innlent
Fréttamynd

Tugir björgunarsveitamanna að störfum

Um 50-60 björgunarsveitarmenn verða að störfum á Suðausturlandi í dag þar sem lífið er óðum að komast í eðlilegt horf eftir öskufall af völdum eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu standa vaktina í dag og munu verkefnin aðallega felast í að fara með slökkviliði og tankbílum á bæi og skola hús, þök og hreinsa rennur og niðurföll.

Innlent
Fréttamynd

Eins og að vera í Sahara-eyðimörkinni

„Þetta er harla ótrúlegt – sandauðn eins langt og augað eygir,“ segir Karl Ólafsson leiðsögumaður, sem hélt að Grímsfjalli á Vatnajökli í fyrradag til að skoða eldvirknina í Grímsvötnum og aðstæður fyrir væntanlega ferðamenn þangað nú í sumar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var líkt og eins manns veröld“

Áhöfnin á Ljósafelli fann vel fyrir öskunni úr Grímsvötnum, þrátt fyrir að vera tæpar 40 mílur frá landi. Skipið varð allt þakið ösku en hún er nú að mestu horfin eftir mikla hjálp frá sjónum.

Innlent
Fréttamynd

Þetta var eins og í helvíti

"Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur.

Innlent
Fréttamynd

Síðustu andartökin í Grímsvötnum - fór að gígnum

Karl Ólafsson ljósmyndari tók þetta myndband um klukkan fimm í morgun sem sýnir glögglega stöðuna á gosinu í Grímsvötnum. Karl fór á öflugum fjallabíl bókstaflega á barm gígsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar sést hvernig öðru hvoru koma sprengingar úr gígnum og segja vísindamenn að þær geti verið mjög öflugar og komið fyrirvaralaust.

Innlent
Fréttamynd

Öskumistrið liggur eins og teppi yfir jöklinum

Vísindamenn sem fóru að eldstöðvunum í Grímsvötnum í morgun staðfesta að enn er þar smávægileg eldvirkni. Hún fer þó minnkandi. Sprengjuvirknin kemur í hviðum og öflugar sprengingar verða inn á milli. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, úr upplýsingafulltrúateymi Samhæfingarstöðvarinnar Almannavarna, segir ekkert hægt að fullyrða um hvenær gosinu ljúki. Allt eins megi búast við smávægilegri virkni í nokkra daga. Þá er aldrei hægt að útiloka að virknin taki við sér og aukist að nýju. Vél Landhelgisgæslunnar fór í könnunarflugið með vísindamönnunum, og var meðal annars flogið upp á milli Vatnajökuls og Hofsjökuls. "Þeir sáu þar undir öskumistrið sem liggur eins og teppi yfir jöklinum,“ segir Hrafnhildur. Vitað er til þess að áhugafólk og ferðamenn hafa lagt leið sína í átt að gosstöðvunum en vegna þess hversu óútreiknanlegar sprengingarnar eru er fólk hvatt til að fara ekki nær en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 kílómetra fjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónustuaðilar bjartsýnir á framhaldið

Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið. Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en ferðaáætlunum er breytt.

Innlent
Fréttamynd

Lífið í öskuskýinu

Nú þegar svo virðist sem gosinu í Grímsvötnum sé að ljúka er við hæfi að rifja upp ástandið á svæðinu síðustu daga. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá áhrif gossins á samfélagið næst gosstöðvunum en á tímabili var hrikalegt um að lítast á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring. Frétta- og myndatökumenn Stöðvar 2 voru á staðnum frá upphafi og lýstu hamförunum.

Innlent
Fréttamynd

Varað við ferðum að gosstöðinni

Nóttin var róleg í nágrenni gosstöðvanna og virðist gosið í rénun. Lögreglan varar við ferðum að gosstöðinni því ennþá kemur sprengjuvirknin í hviðum og öflugar sprengingar inn á milli. Er fólk beðið um að fara ekki nær gosstöðinni en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 kílómetra fjarlægð. Björgunarsveitarmenn hafa farið á milli bæja á svæðinu og meta með íbúum áhrif gossins og það sem er framundan við hreinsunar og uppbyggingarstörf. Á fundi vísindamanna í Skógarhlíð í morgun kom fram að gosórói hefur farið minnkandi og er ekki lengur um að ræða samfelldan gosmökk. Ekki búist við miklu öskufoki. Gjóskuframleiðsla er óveruleg og er að mestu um að ræða gjóskufok á sunnanverðum jöklinum. Að sögn sérfræðinga veðurstofunnar mældist um klukkan 21:00 í gærkvöldi strókur í um 7 kílómetra hæð og þá mældust tvær eldingar. Milli klukkan 02:10 og 02:30 kom strókur sem mældist upp í 12 kílómetra hæð á radar og 12 eldingar mældust. Klukkan 03:30 mældist virkni í 5 kílómetra hæð á radar sem er talinn hafa verið gufustrókur. Síðan þá hefur ekkert mælst á radar og sjónarvottar á svæðinu upplýstu um að komið hafi litlir strókar upp í 100-300 metra hæð, sem eru mest megnis gufustrókar, en ösku megi þó sjá öðru hvoru. Strókar sem fara upp í þessa hæð, hafa ekki áhrif á flugumferð, einungis á nær umhverfis sitt. Gosóróinn minnkaði mjög mikið upp úr 21:15 í um 30 mínútur Upp úr klukkan 02:00 féll hann afur niður og hefur verið mun minni síðan. Ekki er hægt að útiloka að öflugri ösku strókar geti komið fyrirvaralaust.

Innlent
Fréttamynd

Of snemmt að fullyrða um goslok

Of snemmt er að fullyrða að gosinu í Grímsvötnum sé lokið. Lítil virkni mælist í gosstöðvunum og í morgun bárust myndir af svæðinu þar sem aðeins gufa sást stíga upp úr gígnum. "Þetta hefur fallið verulega niður en þeir segja að þetta sé enn virkt,“ segir Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á embætti ríkislögreglustjóra. Hópur vísindamanna lagði af stað í vél Landhelgisgæslunnar að gosstöðvunum nú á tíunda tímanum. Hjálmar býst við þeim úr könnunarleiðangrinum um hádegisbilið og verður þá betur hægt að segja til um stöðuna á gossvæðinu. Hann bendir á að það hafi ekki verið vísindamenn sem vitnuðu um goslokin í morgun heldur áhugafólk sem hafði lagt leið sína að Grímsvötnum. Upp úr hádeginum munu hins vegar liggja fyrir niðurstöður úr mati vísindamanna. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er meðal þeirra sem eru í vélinni. Hjálmar segir því ekki tímabært að segja að gosinu sé lokið: "Alls ekki"

Innlent
Fréttamynd

Breskir fjölmiðlar lýsa yfir endalokum gossins

Eldgosinu í Grímsvötnum er lokið að samkvæmt Sky fréttastofunni í Bretlandi. Enn eru þó strandaglópar víðsvegar um Bretland en búist er við því að þeir munu komast leiðar sinnar næstu daga.

Erlent
Fréttamynd

Gosið fjarar út

Ekkert gos var lengur í Grímsvötnum undir morgun, að sögn Karls Ólafssonar fjallaleiðsögumanns sem var við gosstöðvarnar undir morgun, í björtu og góðu veðri.

Innlent
Fréttamynd

Skilur loks gamlar sagnir

„Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi.

Innlent
Fréttamynd

Veiðiár litaðar af ösku

Veiðimálastofnun mælist til þess að þeir hafi samband sem verða varir við dauðan fisk, jafnt seiði sem stærri fisk, í vötnum eða ám þar sem öskufalls gætir frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Stofnunin mun fylgjast með framvindu mála og reyna eftir föngum að vera fólki til ráðgjafar og skoða vötn þar sem fiskdauða verður vart.

Innlent