Sigga Dögg

Fréttamynd

Pressan að vera kúl

Ég er orðin hundleið á "pressunni“ að fanga hvert andartak á mynd sem svo verður að deilast með umheiminum, skrifar Sigga Dögg.

Lífið
Fréttamynd

Brjóstagjöf og samlífi

Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er.

Lífið
Fréttamynd

Sjúga höku og sleikja tennur

Mig langar til að bera undir þig eitt lítið vandamál mitt og kærasta míns, en þannig er mál með vexti að okkur gengur illa að kyssast! Kynlífið, faðmlögin og kelerí er fínt, en þegar kemur að því að kyssast með tungunni þá erum við hreinlega vandræðaleg.

Lífið
Fréttamynd

Tarantino fæðing

Sigga Dögg reyndi hvað hún gat til að búa sig undir fæðingu fyrsta barns síns.

Lífið
Fréttamynd

Hrós handa ófrískum konum

"Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið.

Lífið
Fréttamynd

Tvær frjálsar hendur, slef og tunga

Mér hafa borist óvenju margar fyrirspurnir um munnmök undanfarið og þá sérstaklega um tott. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess hvernig munnmök eru stunduð í klámi og fólk svo reynir að leika slíkt eftir heima hjá sér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Píkan þarf ekki að láta "skvísa“ sig upp

Um daginn var ég að versla í matvöruverslun og mig vantaði dömubindi, mín tegund var ekki til svo ég fór að velta fyrir mér úrvalinu og tók eftir að í boði eru dömubindi með lykt. Ég velti því fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda stúlkum um líkamann og blæðingar þegar það er farið að setja blómalykt í bindi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stunurnar auka á unaðinn

Ég var að spá í stunur því kærasti minn er nánast hljóðlaus þegar við sofum saman. Mér finnst gott að stynja en um daginn þá sagði hann mér að vera róleg og að ég þyrfti ekki að þykjast finnast þetta svona gott. Málið var samt að mér fannst þetta mjög gott og finnst eiginlega bara betra þegar ég styn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að gleypa sæði svipar til þess að gleypa hor

Þetta er kannski kjánalegt en mér finnst ég oft heyra að sæði geti verið gott fyrir líkamann, þá meina ég eins og að gleypa það. Ég las einhver staðar að það gæti hvíttað tennurnar, væri rakagefandi fyrir húðina og væri stútfullt af próteini og vítamínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenskir piltar eiga met í áhorfi á klámi

Ég vildi athuga hvort þú kannaðist við síðuna "Your brain on porn“ og hvort þú hefðir kynnt þér hvort að eitthvað vit væri í henni? Ég er klámfíkill og þegar ég áttaði mig á því og fór að leita mér stuðnings rakst ég á þessa síðu og hún var frábær til að skilja hvernig fíknin virkar og hvaða áhrif internet-klám hefur á mig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfstyrking gegn klámi

Rætt er um ritskoðun á klámi. Sumir súpa hveljur og segja að vor ráðherra ætli að setja regluverk um gamla góða inn-út-inn-út. Aðrir hafa áhyggjur af því hvers landið okkar skuli gjalda, fyrst gjaldeyrishöft og nú klámbann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kynlíf án fullnægingar

Mig langar til að bera undir þig eftirfarandi. Ég fæ ekki fullnægingu og finnst það ekkert mál. Þetta verður meira vandamál í hans huga, því hann heldur að hann sé ekki að standa sig og við eigum kannski ekki saman kynferðislega.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.