Ragnheiður Tryggvadóttir

Fréttamynd

Uppblásinn belgur bjargar deginum

Ég ók um eitt hverfa borgarinnar í kyrru veðri í fyrrakvöld. Var frekar seint á ferðinni og dólaði mér eftir fáförnum götunum. Skammdegið getur verið leiðinlegur tími, dimmt og drungalegt og sólin spör á D-vítamínið.

Bakþankar
Fréttamynd

Þau, eina ferðina enn

Framkvæmdir í heimahúsi eru spennandi. Þó geta þær orðið þreytandi þegar verkið dregst. Ég þekki það vel, við hjónin teljum okkur þúsund þjala smiði og fáum reglulega nýjar hugmyndir sem við verðum að framkvæma, tafarlaust. Stundum erum við með mörg verk á könnunni í einu. Þau ganga misvel. Einhverjum þeirra ljúkum við strax með stæl meðan önnur geta tekið mánuði og jafnvel ár með tilheyrandi raski á heimilislífi og truflunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Lager af Land Cruiser

Hraðbraut yfir hálendið var eitt af því sem ég grét að ekki var spreðað í í góðærinu. Hálendishraðbraut eða tvöföldun hringvegarins. Slík framkvæmd hefði sjálfsagt sligað okkar auma ríkissjóð en ég meina, af hverju ekki það eins og hvað annað? Það væri þá allavega búið og gert, komið til að vera og til brúks. Sjálfsagt er ekki gáfulegt að hugsa svona, en ég læt það eftir mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Maður gengur inn á lögreglustöð

Hvað segirðu? Varstu rændur?! Hljóp burt með peningana? Hver? Stúlka? Tuttugu þúsund? Hvaða peningar voru þetta? Bíddu nú aðeins hægur, ég skal nóta þetta niður hjá mér, andaðu rólega og byrjaðu á byrjuninni. Viltu kaffi? Vatn? Te?

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar hættir að rigna

Ertu með harðsperrur? Þú labbar eitthvað svo harðsperrulega.“ Það kom aðeins á mig en ég gat ekki svarað játandi, var ekki með neinar fjandans harðsperrur. Hafði ekki mætt á æfingu svo vikum skipti. Vissi hann það?

Bakþankar
Fréttamynd

Óttinn við óværuna

Ég renndi kambinum gegnum óstýrilátan flókann og rýndi í. Var eitthvert líf þarna að sjá? Ég var ekki viss og hélt áfram að kemba. Passaði mig á að sleppa ekki einum einasta lokki,

Bakþankar
Fréttamynd

Á flótta undan flassblossum

Árvökulir vegfarendur og löghlýðnir birta stundum myndir á Facebook þegar þeim ofbýður yfirgangur annarra. Appelsínugulur jeppi komst til dæmis í fréttir eftir að það náðist mynd af jeppanum í tveimur stæðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Við steypum í kvöld

Tilbúið til samsetningar, leiðbeiningar fylgja. Þetta hljómaði hreint ekki svo illa, við færum létt með þetta. Svona handlagin bæði! Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég sá hýsið síðan auglýst á afslætti í ofanálag, nú skyldi byggður garðskúr.

Bakþankar
Fréttamynd

Við erum byrjaðir

Ég heyrði sögina öskra gegnum símann svo skar í eyrun. Maðurinn á hinum enda línunnar heyrði ekkert í mér. "Hvað segirðu?“ hrópaði hann þegar ég kynnti mig. Ég hafði misst af símtali frá honum skömmu áður og var nú að hringja til baka.

Bakþankar
Fréttamynd

Bágt fyrir buxurnar

Reglulega koma upp hugmyndir þess efnis að innleiða skólabúninga í grunnskólum á Íslandi og sumstaðar eru notaðir skólabúningar í einhverri mynd. Kostir þess að allir nemendur í skólanum séu eins klæddir eru jafnan sagðir þeir að krökkum verði síður strítt á því hvernig þau eru til fara og að skólabúningurinn geti einfaldað samskipti þeirra á milli. Sérstakur búningur einfaldi líka málin heima fyrir. Minni þvottur og minna slit verði á öðrum fötum á meðan. Ókostirnir eru stundum sagðir að við það að allir klæðist eins geti börnin ekki verið þau sjálf, geti ekki tjáð persónuleika sinn með því að klæða sig eins og þau sjálf vilja. Sitt sýnist hverjum.

Bakþankar
Fréttamynd

Skráningu hafnað

Eftir að hafa fengið eldrauða sokka í fæðingargjöf, fædd á kvenréttindadaginn sjálfan, var tónninn sleginn. Ég er remba. Það verður bara að segjast.

Bakþankar
Fréttamynd

Tvær flugur

Við vorum rétt að hengja af okkur yfirhafnirnar þegar hann vatt sér skyndilega að þjóninum og spurði eftir manni, hvort sá væri ekki örugglega á staðnum? Honum létti greinilega stórum þegar þjónninn sagði jú, Magnús væri í húsinu. Yfir fordrykknum bað hann fyrir skilaboð til hans. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera. Fannst áhugi hans á formanni Félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti nokkuð undarlegur samt, við áttum nú að heita á okkar fyrsta stefnumóti.

Bakþankar
Fréttamynd

Pappírsfáni á priki

Við skulum sjá,“ sagði mamma og þá vissi ég að útséð var með að nokkuð yrði úr. Orðin „seinna“ og „kannski“ höfðu sömu merkingu við ákveðnar aðstæður, þau þýddu í rauninni „nei“.

Bakþankar
Fréttamynd

Innri maður í iðrum jarðar

Það upplifa allir einhvern tímann eitthvað sem sýnir hvað í þeim býr. Stundir þar sem kringumstæður verða þess konar að það reynir verulega á og innri maður sýnir sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Legið á línunni

Jæja, viljið þið ekki bara fara að hætta þessu stelpur mínar? Hafið þið nokkuð fleira að segja?“

Bakþankar
Fréttamynd

Ding dong nornin er dauð!

Þetta var meðal athugasemda sem fólk lét út úr sér þegar Margrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, lést um daginn.

Bakþankar
Fréttamynd

Þú hefur verið valin

Tryggvadóttir!“ Sagði einkennisklædd konan þegar hún ég rétti henni skilríkin eins og hún hafði beðið mig um. Ég játti því þótt hún hafi hálfpartinn ekki ætlast til svars. Hún hallaði sér að samstarfskonu sinni með orðunum: "Þetta er konan!“

Bakþankar
Fréttamynd

Hún amma sko

Ég fékk sæti á besta stað, í sófanum við blómabeðið. Ég var mætt tímanlega sem betur fer, þökk sé ábyrgum samferðakonum mínum, sem sáu fyrir að líklega yrði þétt setinn bekkurinn. Það stóð heima, fólkið streymdi að og fyllti stofuna svo opnað var inn í borðstofuna líka.

Bakþankar
Fréttamynd

Dæmigerðir Íslendingar

Norðlenskur hroki og þingeyskt loft eru frasar sem stundum er slengt framan í mig, þegar ég er að belgja mig eitthvað um veðrið.

Bakþankar
Fréttamynd

Sama hvaðan gott kemur

Konudagurinn nálgast óðum og þá gefa margir blóm. Sætur siður, að mati flestra. Valentínusardagurinn svokallaði er nýliðinn og þá gefa líka einhverjir blóm. Það þykir þó ekki eins sætur siður, allavega ekki ef marka mátti samskiptavefinn Facebook þennan dag. Þar kepptist fólk við að lýsa frati á daginn, kallaði hann ameríska sölubrellu sem ætti ekkert erindi við okkur Íslendinga. Við ættum okkar eigin aldagömlu bónda- og konudaga. Ættum við kannski bara að innleiða 4. júlí sem hátíðisdag líka eða hvað?

Bakþankar
Fréttamynd

Bjargvættur í lofti

Ég fann fyrir augngotum samferðafólks míns þegar gráturinn braust út. Skjálfhent reyndi ég að festa sætisbeltið á drenginn og útskýra fyrir honum að komið væri að systur hans að sitja við gluggann. Hann var ósammála því og mótmælti.

Bakþankar
Fréttamynd

Harður heimur

Ég hafði fundið á mér í nokkra daga að þetta myndi koma upp á yfirborðið. Ég kveið því þegar það yrði opinbert. Óttaðist viðbrögðin, umtalið. Þetta þykir ekki gott, afar ósmart raunar og fólk er svo dómhart nú til dags. Ég hef séð það á Facebook. Fólk tekur jafnvel myndir af því sem því mislíkar hjá samferðafólki sínu og setur á netið. Til dæmis af jeppa sem tekur tvö stæði. Ég vona að enginn taki mynd af þessu.

Bakþankar
Fréttamynd

Alls ekki illa meint

Tja, var hann ekki bara að grínast,“ sagði ég aumingjalega og án allrar sannfæringar. Þetta var afspyrnu lélegt svar, ég vissi það strax en ég hafði bara ekkert annað tiltækt svona í fljótheitum. En jafnvel þó hefði fengið einhvern umhugsunarfrest er ég ekki viss um að ég hefði komið með neitt betra.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólalokan mikla

Eldamennskan hófst þá um morguninn, þetta skyldi verða flott. Rótargrænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjórar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól.

Bakþankar
Fréttamynd

Og pestin kom

Ég skelli í mig lýsinu og gretti mig. Gleypi fjölvítamín og sýp á soðnu vatni sem ég hef látið standa með sítrónum, engifer og chili út í. Bæti svo nokkrum C-vítamín töflum við kokkteilinn og sólhatti og sting hvítlauksrifi undir tunguna. Ég er ekki lasin, ég er stálslegin. En allur er varinn góður.

Bakþankar
Fréttamynd

Stress yfir litlu stressi

Ég er ekki komin í nokkurt einasta jólaskap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn piparkökudunk. Aðventan hefst á sunnudaginn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Jafnrétti og annað röfl

Svona var þetta nú í gamla daga krakkar mínir,“ sagði kennarinn með áherslu og við, tíu ára, áttum ekki til orð. Við vorum í samfélagsfræðitíma og höfðum lesið það í bók að í "gamla daga“ hefðu karlar haft tvær krónur í dagslaun við að bera saltfisk. Konurnar eina krónu. Þó unnu þau hlið við hlið frá morgni til kvölds og gott ef í bókinni var ekki svarthvít ljósmynd af karli og konu að rogast með bretti af saltfiski á milli sín. Þá hélt ég auðvitað að svona vitleysa væri liðin tíð. Þegar ég yrði stór yrðu allir búnir að fatta að allir eru jafnir.

Bakþankar
Fréttamynd

Hverjir eru bestir?!

Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Blessaðar kleinurnar

Það skrjáfar í yfirhöfnum meðan fólk kemur sér fyrir. Það dregur upp möppur og skriffæri og dreifir úr pappírum á borðin fyrir framan sig. Flestir eru með bókina. Margir með eldri útgáfur, innbundnar með gyllingu og gulnaðar síður, lúnar af notkun. Það eru nokkrar mínútur þangað til tíminn hefst og fólk blaðar í bókunum. Lesgleraugun eru komin á nefið og einhverjir skrafa saman, þarna þekkist annar hver maður, að mér virðist.

Bakþankar