Efnahagsmál

Fréttamynd

Fjár­lög 2026: Ríkis­stjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Veikar hag­vaxtartölur af­hjúpa á­hættuna við Ódys­seifska leið­sögn Seðla­bankans

Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

Innherji
Fréttamynd

Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hug­leiðing um til­lögur Við­skipta­ráðs

Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði.

Skoðun
Fréttamynd

Skortur á er­lendum sér­fræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar

„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Innherji
Fréttamynd

Stattu vörð um launin þín

Til að skilja stöðu hagkerfisins í dag verðum við að horfa á þróunina síðustu 40–50 ár. Myndin er nokkuð skýr. Launatekjur hafa ár eftir ár misst markvisst gildin sín, einfaldlega vegna þess að þær hækka ekki í samræmi við nauðsynlegan kostnað. Á sama tíma hefur t.d. húsnæðisverð hækkað um 200–400% á síðastliðnum 14 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt

Þegar fólk hættir að vinna minnka tekjur þess. Hversu mikið er einstaklingsbundið og fer eftir t.d. tekjum og lífeyrissparnaði. Meðalheildarlaun fólks í fullu starfi á mánuði voru um 984.000kr. árið 2024. Á sama tíma voru meðalheildartekjur fólks á ellilífeyrisaldri um 790.000 á mánuði eða um 20% lægri, tæplega 200.000kr á mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Það er sú að­gerð sem mun hraðast slá á þetta mis­ræmi“

Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Innherji
Fréttamynd

„Það er engin sleggja“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. 

Innlent
Fréttamynd

Erum nánast háð því að líf­eyris­sjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári

Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.

Innherji
Fréttamynd

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár grein­enda?

Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.

Innherjamolar
Fréttamynd

Gervi­greindin geti verið lykillinn að tolla­lækkun

Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn.

Viðskipti innlent