Málefni Stuðla

Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Hafi kallað drenginn „grenju­skjóðu“

Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. 

Innlent
Fréttamynd

„Barnið mitt dó á ykkar vakt“

„Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að að­stand­endur beri fíkni­efni í börn á Stuðlum

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Á leið til Suður-Afríku með syni sína í með­ferð vegna úr­ræða­leysis

Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Innlent
Fréttamynd

Þegar sann­leikurinn verður fórnar­lamb

Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“

Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir.

Innlent
Fréttamynd

Skrítið ef ríkið hefur ekki á­huga á Há­holti

Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. 

Innlent
Fréttamynd

Svört skýrsla komi ekki á ó­vart

Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. 

Innlent
Fréttamynd

Segir fanga­geymslur ekki við­eig­andi vistunarstað fyrir börn

Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert annað hús­næði komi til greina

Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þegar brugðist við mörgum á­bendingum um­boðs­manns um Stuðla

Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir þegar hafa verið brugðist við mörgum ábendingum í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun Stuðla. Hann segir ljóst að margar þeirra athugasemda sem koma fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistunin séu afleiðing þeirra aðstæðna sem starfseminni hefur verið búin og breytinga sem ráðist hefur verið í til að mæta viðameira hlutverki deildarinnar. Þetta segir Úlfur í skriflegu svari til fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

And­látið á Stuðlum hafði mikil á­hrif

Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Opnunin á Blöndu­hlíð var engin opnun

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hafnar því að „opnun“ á nýju meðferðarheimili hafi verið skrautsýning sett upp sérstaklega fyrir Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra.

Innlent