Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar 23. september 2025 07:48 Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb. Þegar starfsfólk hefur engan málsvara er því gert ómögulegt að útskýra sínar hliðar og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Þetta er blákaldur veruleiki fyrir þá sem vinna með erfiðustu einstaklingum samfélagsins, þeim sem verða utanveltu og fá ekki skilning. Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við. Þetta fólk hefur engan málsvara og það getur ekki svarað fyrir sig. Það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist og að þau geti varið sig, því annars verða þau fórnarlamb misskilnings og rangra ályktana. Æsifréttir Ég get ekki þagað lengur. Fréttaflutningur af Stuðlum, vinnustað sem ég þekki vel eftir meira en einn og hálfan áratug á gólfinu þar, er með þeim hætti að ekki er hægt að þegja lengur. Ég þekki starfsemina og það frábæra fólk sem starfað hefur þar í áratugi af hreinni hugsjón til að gera sitt besta fyrir þessi börn. Þetta er fólk sem er ekki að naga blýanta við skrifborð í fílabeinsturni eða ganga á milli fundarherbergja með möppu undir hendinni eftir að það var skipað í nefnd. Nei, þetta er fólkið sem þarf að taka á sig þá slagi sem enginn annar vill taka. Það situr nú uppi með þá niðurstöðu að karlar og konur í lakkskóm með skjalatöskur, sem eru í engum tengslum við raunveruleika þessara barna, spyrji hvað fór „úrskeiðis.“ Langflestir af þessum eftirlitsaðilum hafa litla innsýn í veruleika þessara barna, því þeir hafa sótt þekkingu sína í gegnum bækur. Þeir hafa horft á þennan heim úr fílabeinsturnum og dæmt en þeir hafa enga hugmynd um hvað það er að vera í sporum olnbogabarna eða vinna með þeim. Það vita hins vegar margir af þeim starfsmönnum sem vinna með þeim, því þeir hafa verið báðum megin við borðið. Ég þekki það sjálfur vel, en minni æsku var rænt af sams konar fólki sem situr uppi í fílabeinsturnum og talar nú hátt um réttindi barna. Hinn blákaldi veruleiki á gólfinu er þeim ókunnugur. Þeir skilja ekki að baráttan er oft hörð og ekki er alltaf hægt að fylgja reglunum til hins ýtrasta. Það er engin einhlít skýring á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag. Ástæðurnar eru margþættar og það að leita sökudólga í hverju horni mun ekki gera okkur neitt gagn, og allra síst það að hafa hlutina í æsifréttastíl dag eftir dag. Grjótharður veruleiki Það er rangt að halda að þessi börn, sem eiga við hvað alvarlegastan vanda að stríða, séu öll einhver „grey“. Mörg þeirra eru langt frá því að vera lömb, eins og ég veit af minni reynslu. Með hækkun sjálfræðisaldurs komu stærri og sterkari einstaklingar til meðferðar. Sumir þeirra hafa komið við fangelsiskerfið sem fullorðnir einstaklingar og fangaverðir kvarta undan ofbeldi af hendi þeirra í dag. Ég hef sjálfur lent í nokkrum atvikum þar sem spurningin „hvað fór úrskeiðis?“ er fáránleg. Eitt atvik var þegar 17 ára drengur, þrjátíu kílóum þyngri og höfðinu hærri en ég, stóð með örbylgjuofn yfir höfði sínu og hótaði að kasta honum í andlitið á mér þegar honum voru sett eðlileg mörk. Sem betur fer endaði ofninn á því að fara í gegnum glugga í eldhúsinu en ekki í andlitið á mér. Í öðru atviki trylltist unglingur, eyðilagði herbergið nánast og stóð með risastórt glerbrot við hurðina, tilbúinn til að stinga hvern sem kæmi inn. Lögreglan þurfti að nota piparúða og skyldi til að yfirbuga hann, rétt eins og þrír lögreglumenn þurftu til að yfirbuga drenginn með örbylgjuofninn. Að setja ramma Þetta eru ekki allt saklaus grey sem koma til meðferðar en það er látið hljóma þannig. Ég og samstarfsfólk mitt leituðumst við að sýna þessum börnum skilning og virðingu í störfum okkar. En til að tryggja öryggi þeirra og okkar verður að vera samþykki og skilningur á því að það þarf að setja mörk og ramma til þess að hægt sé að byggja upp grundvöll til að hjálpa. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórntækin og verkfærin sem starfsfólk hafði til að setja mörk voru tekin af þeim. Við erum orðin of upptekin við að tala um réttindi barna og kostnað heilbrigðrar skynsemi og það endurspeglast nú innan fangelsismálakerfisins með harðari og andfélagslegri föngum. Hvar skyldu þeir hafa lært slíka hegðun? Getur verið að þessi raunheimur fólks sem er í engum tengslum við þennan veruleika, sem öllu ræður, sé nú farinn að endurspeglast í fangelsiskerfinu? Er ekki orðið tímabært að sækja aftur í verkfærakistuna og setja almennileg mörk? Til þess að réttlæti geti náð fram að ganga er nauðsynlegt að heildarmyndin verði sýnd og að allir sem eiga hlut að máli fái að segja sína hlið. Ef ekki munum við áfram lifa í heimi þar sem hálfgerður sannleikur og blekkingar ráða ríkjum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Málefni Stuðla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að láta plata sig þegar aðeins ein hlið málsins er kynnt, sérstaklega sú sem hentar valdhöfunum. Þegar einhliða sýn ræður ríkjum og aðrar raddir, jafnvel þeirra sem best þekkja veruleikann, eru þaggaðar niður verður sannleikurinn fórnarlamb. Þegar starfsfólk hefur engan málsvara er því gert ómögulegt að útskýra sínar hliðar og afleiðingarnar geta verið alvarlegar. Þetta er blákaldur veruleiki fyrir þá sem vinna með erfiðustu einstaklingum samfélagsins, þeim sem verða utanveltu og fá ekki skilning. Þetta er fólkið á gólfinu, þeir sem starfa með börnum sem enginn annar vill fást við. Þetta fólk hefur engan málsvara og það getur ekki svarað fyrir sig. Það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist og að þau geti varið sig, því annars verða þau fórnarlamb misskilnings og rangra ályktana. Æsifréttir Ég get ekki þagað lengur. Fréttaflutningur af Stuðlum, vinnustað sem ég þekki vel eftir meira en einn og hálfan áratug á gólfinu þar, er með þeim hætti að ekki er hægt að þegja lengur. Ég þekki starfsemina og það frábæra fólk sem starfað hefur þar í áratugi af hreinni hugsjón til að gera sitt besta fyrir þessi börn. Þetta er fólk sem er ekki að naga blýanta við skrifborð í fílabeinsturni eða ganga á milli fundarherbergja með möppu undir hendinni eftir að það var skipað í nefnd. Nei, þetta er fólkið sem þarf að taka á sig þá slagi sem enginn annar vill taka. Það situr nú uppi með þá niðurstöðu að karlar og konur í lakkskóm með skjalatöskur, sem eru í engum tengslum við raunveruleika þessara barna, spyrji hvað fór „úrskeiðis.“ Langflestir af þessum eftirlitsaðilum hafa litla innsýn í veruleika þessara barna, því þeir hafa sótt þekkingu sína í gegnum bækur. Þeir hafa horft á þennan heim úr fílabeinsturnum og dæmt en þeir hafa enga hugmynd um hvað það er að vera í sporum olnbogabarna eða vinna með þeim. Það vita hins vegar margir af þeim starfsmönnum sem vinna með þeim, því þeir hafa verið báðum megin við borðið. Ég þekki það sjálfur vel, en minni æsku var rænt af sams konar fólki sem situr uppi í fílabeinsturnum og talar nú hátt um réttindi barna. Hinn blákaldi veruleiki á gólfinu er þeim ókunnugur. Þeir skilja ekki að baráttan er oft hörð og ekki er alltaf hægt að fylgja reglunum til hins ýtrasta. Það er engin einhlít skýring á því hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag. Ástæðurnar eru margþættar og það að leita sökudólga í hverju horni mun ekki gera okkur neitt gagn, og allra síst það að hafa hlutina í æsifréttastíl dag eftir dag. Grjótharður veruleiki Það er rangt að halda að þessi börn, sem eiga við hvað alvarlegastan vanda að stríða, séu öll einhver „grey“. Mörg þeirra eru langt frá því að vera lömb, eins og ég veit af minni reynslu. Með hækkun sjálfræðisaldurs komu stærri og sterkari einstaklingar til meðferðar. Sumir þeirra hafa komið við fangelsiskerfið sem fullorðnir einstaklingar og fangaverðir kvarta undan ofbeldi af hendi þeirra í dag. Ég hef sjálfur lent í nokkrum atvikum þar sem spurningin „hvað fór úrskeiðis?“ er fáránleg. Eitt atvik var þegar 17 ára drengur, þrjátíu kílóum þyngri og höfðinu hærri en ég, stóð með örbylgjuofn yfir höfði sínu og hótaði að kasta honum í andlitið á mér þegar honum voru sett eðlileg mörk. Sem betur fer endaði ofninn á því að fara í gegnum glugga í eldhúsinu en ekki í andlitið á mér. Í öðru atviki trylltist unglingur, eyðilagði herbergið nánast og stóð með risastórt glerbrot við hurðina, tilbúinn til að stinga hvern sem kæmi inn. Lögreglan þurfti að nota piparúða og skyldi til að yfirbuga hann, rétt eins og þrír lögreglumenn þurftu til að yfirbuga drenginn með örbylgjuofninn. Að setja ramma Þetta eru ekki allt saklaus grey sem koma til meðferðar en það er látið hljóma þannig. Ég og samstarfsfólk mitt leituðumst við að sýna þessum börnum skilning og virðingu í störfum okkar. En til að tryggja öryggi þeirra og okkar verður að vera samþykki og skilningur á því að það þarf að setja mörk og ramma til þess að hægt sé að byggja upp grundvöll til að hjálpa. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórntækin og verkfærin sem starfsfólk hafði til að setja mörk voru tekin af þeim. Við erum orðin of upptekin við að tala um réttindi barna og kostnað heilbrigðrar skynsemi og það endurspeglast nú innan fangelsismálakerfisins með harðari og andfélagslegri föngum. Hvar skyldu þeir hafa lært slíka hegðun? Getur verið að þessi raunheimur fólks sem er í engum tengslum við þennan veruleika, sem öllu ræður, sé nú farinn að endurspeglast í fangelsiskerfinu? Er ekki orðið tímabært að sækja aftur í verkfærakistuna og setja almennileg mörk? Til þess að réttlæti geti náð fram að ganga er nauðsynlegt að heildarmyndin verði sýnd og að allir sem eiga hlut að máli fái að segja sína hlið. Ef ekki munum við áfram lifa í heimi þar sem hálfgerður sannleikur og blekkingar ráða ríkjum. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun