Grunur um manndráp á Selfossi

Fréttamynd

Maður grunaður um mann­dráp ekki lengur í far­banni

Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn mann­dráps­málsins á Sel­fossi á loka­metrunum

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann.

Innlent
Fréttamynd

Verjandi vildi fjór­tán milljónir en fær ekki neitt í bili

Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið.

Innlent
Fréttamynd

Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá

Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast fjögurra vikna á­fram­haldandi varðhalds vegna mann­dráps á Sel­fossi

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 

Innlent
Fréttamynd

Þakk­lát for­seta Ís­lands fyrir bréf eftir and­lát dóttur sinnar

Valda Anastasia Ko­lesni­kova, móðir Sofiu Sar­mite Ko­lesni­kova sem fannst látin í heima­húsi á Sel­fossi þann 27. apríl síðast­liðinn, segist vera gríðar­lega þakk­lát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir and­lát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannes­syni, for­seta Ís­lands, sér­stak­lega fyrir hand­skrifað bréf sem hann skrifaði henni.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann, sem er grunaður um að hafa orðið 29 ára konu að bana á Selfossi, í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald. Bæði lögregla og maðurinn hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á mann­drápi á Sel­fossi gengur vel

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um manndráp á Selfossi. Sá hefur meiri aðkomu að málinu en annar maður sem var handtekinn við upphaf rannsóknar en sleppt. 

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt

Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Aftur í einangrun grunaður um manndráp á Selfossi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið 28 ára konu að bana á Selfossi þann 27. apríl er aftur kominn í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Vikurnar tvær á undan hafði hann fengið að umgangast aðra fanga á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp

Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi

Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag

Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu

Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku

Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Nafn hinnar látnu ekki gefið upp

Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á gæslu­varð­hald yfir mönnunum

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 

Innlent
  • «
  • 1
  • 2