Vindorka

Fréttamynd

Hvað gerist þegar vindinn lægir?

Vindorkutækni hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár og treyst sig í sessi sem mikilvægur hluti af lausninni við loftslagsvandanum, enda þurfa þjóðir heims að skipta úr kolum, bensíni og olíu yfir í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum. Vindmyllur eru þó ekki fullkomin tækni og uppbyggingu vindafls geta fylgt áskoranir og vaxtarverkir.

Skoðun
Fréttamynd

Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB

Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vindmyllur orðnar helsti raforkugjafi Færeyinga

Umskipti hafa orðið í raforkumálum Færeyinga með opnun nýs vindorkuvers í byrjun mánaðarins og fá þeir núna í fyrsta sinn meirihluta raforku sinnar úr sjálfbærum orkulindum. Í fyrra komu yfir sextíu prósent raforkunnar úr dísilrafstöðvum en núna er vindurinn orðinn stærsti orkugjafinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vindorka - árás á náttúru Íslands

Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsund vindmyllur

Hjarðhegðun er varasöm og mér bregður þegar ég verð hennar var. Ef mig misminnir ekki voru 146 fiskeldisstöðvar á Íslandi árið 1989.

Skoðun
Fréttamynd

Hitaveitan þarf 1.200 megavött í viðbót

Það kemur sumum á óvart, sérstaklega þeim sem halda að orkuskipti snúist bara um rafmagn, að aflið í hitaveitum Veitna er næstum tvöfalt meira en í Kárahnjúkavirkjun. Mælt í megavöttum er afl Fljótsdalsstöðvar 690 MW en samanlagt afl þeirra hitaveitna sem Veitur starfrækja á sunnan- og vestanverðu landinu er nú um 1.200 MW. Og aflþörfin mun vaxa hratt.

Skoðun
Fréttamynd

„Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra“

Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði. Þar hefur áformunum verið harðlega mótmælt af sumum íbúum, þar á meðal Skúla Mogensen athafnamanni. Fjallað var um áformin í Íslandi í dag og lúxusböð Skúla heimsótt, sem vindmyllurnar eru sagðar munu skyggja á.

Innlent
Fréttamynd

Enginn sér­stakur um­hverfis­sinni

Í upphafi er rétt að taka fram að undirritaður höfundur er enginn sérstakur umhverfissinni. Þ.e. undirritaður hefur, hingað til, ekki lagt sig fram um að tala hagsmunum umhverfisins og náttúrunnar. Kannski eitthvað sem undirritaður hefði átt að gera fyrir löngu síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö­falda þarf orku­fram­leiðsluna vegna orku­skiptanna

Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin.

Innlent
Fréttamynd

Vindgnauð

Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning.

Skoðun
Fréttamynd

Engin vind­mylla eftir í Þykkva­bæ

Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið.

Innlent
Fréttamynd

„Það er pólitísk nálykt af þessu“

Skipulags­stofnun hefur sam­þykkt aðal­skipu­lags­breytingu sveitar­fé­lagsins Dala­byggðar vegna tveggja vindorku­vera, annars vegar í landi Hróð­nýjar­staða og hins vegar í Sól­heimum. Inn­viða­ráð­herra hafði áður synjað sveitar­fé­lögunum um stað­festingu á sam­bæri­legum breytingum vegna þess að þær sam­ræmdust ekki lögum um ramma­á­ætlun en með breyttri skil­greiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verk­efna­stjóri hjá Land­vernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska ná­lykt af því.

Innlent
Fréttamynd

Að halda rétt á spöðunum

Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vest­firðir við árs­lok 2021

Vestfirðir eru í sókn. Færin eru fjölmörg og ef horft er til ársins 2021 má segja að nokkrum góðum áföngum hafi verið náð á árinu. Rétt er við áramót að staldra við og líta til baka og reyna að meta hvað beri hæst á árinu varðandi þróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum.

Skoðun
Fréttamynd

Er raf­magns­skortur á Ís­landi í dag?

Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum meira af grænu orkunni okkar

Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Uggandi yfir nýju fyrir­komu­lagi og kalla eftir skýrum að­gerðum

Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd.

Innlent
Fréttamynd

Ein­falda þarf reglu­verk um vindorku

Vindmyllur hafa heldur betur „sótt í sig veðrið“ undanfarin ár og misseri. Tæknin er þó síður en svo ný af nálinni, en vindmyllur hafa malað korn, hamrað járn og veitt vatni á akra í yfir 2.000 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið

Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar.

Innlent