Að virkja upp í loft Snæbjörn Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 07:01 Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Snæbjörn Guðmundsson Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun