Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Haukur Logi Jóhannsson skrifar 14. ágúst 2024 14:01 Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Á sama tíma er nauðsynlegt að vernda einstaka náttúru landsins. Togstreitan milli náttúruverndar og orkunýtingar kallar á skýra stefnu sem tekur tillit til beggja sjónarmiða, og hér geta staðlar í umhverfismálum leikið lykilhlutverk. Náttúruverndarsamtök eins og Landvernd leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurheimta röskuð vistkerfi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í að tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í loftslagsmálum. Hins vegar er mikilvægt að ná jafnvægi milli náttúruverndar og orkunýtingar, sérstaklega þar sem orkuþörf landsins mun aukast með tímanum. Hlutverk staðla í náttúruvernd og nýtingu Staðlar geta veitt mikilvæga leiðsögn og stuðning við að ná þessum jafnvægi. Umhverfisstaðlar, eins og ÍST EN ISO 14001, setja fram kröfur um stjórnkerfi umhverfismála sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Með því að fylgja slíkum stöðlum geta orkuver og aðrir aðilar sem standa að stórum framkvæmdum tryggt að þau uppfylli ströng umhverfisskilyrði og draga þannig úr neikvæðum áhrifum á náttúruna. ÍST EN ISO 14001 er ekki eini staðallinn sem getur nýst. Einnig eru til sértækir staðlar sem miða að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, eins og ÍST EN ISO 50001 um orkunýtingu. Með því að fylgja þessum stöðlum geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að þau nýti orku á skilvirkan hátt og dragi þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda, án þess að skerða náttúru landsins óhóflega. Vindorkugarðar og staðlar Vindorkugarðar eru hluti af lausninni til að mæta orkuþörf og ná loftslagsmarkmiðum Íslands, en þeir þurfa að vera skipulagðir með virðingu fyrir náttúrunni. Staðlar eins og ÍST EN ISO 14001 geta tryggt að framkvæmdir fari fram með tilliti til umhverfisins, með áherslu á að lágmarka neikvæð áhrif. Til dæmis má með slíkum stöðlum tryggja að vindorkugarðar séu staðsettir á svæðum sem hafa minna náttúruverndargildi og að áhrif þeirra séu metin ítarlega áður en framkvæmdir hefjast. Íslensk stjórnvöld og fyrirtæki geta einnig nýtt sér staðla til að bæta samskipti við samfélagið og tryggja að hagsmunir allra séu virtir. Með því að innleiða staðla fyrir samfélagsábyrgð, eins og ÍST EN ISO 26000, geta fyrirtæki sýnt samfélagslega ábyrgð með þátttöku í ákvarðanatökuferli og stuðlað að trausti milli þeirra og almennings. Stefna til framtíðar með stuðningi staðla Til þess að Ísland geti náð framúrskarandi árangri í loftslagsmálum og orkunýtingu er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu sem byggir á að nýta staðla sem verkfæri til að tryggja jafnvægi á milli verndar og nýtingar. Slík stefna gæti tekið mið af öllum þeim þáttum sem skipta máli, eins og umhverfisvernd, orkunýtingu, nýsköpun og tækniþróun. Staðlar geta einnig stuðlað að auknu gagnsæi og bættum samskiptum milli opinberra aðila, fyrirtækja og almennings. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að orkuframleiðsla og orkunotkun snerta samfélagið allt og hafa áhrif á alla landsmenn. Það er ljóst að samspil náttúruverndar og orkunýtingar kallar á nýjar lausnir og samvinnu. Staðlar geta verið öflugt verkfæri til að tryggja að sú samvinna sé byggð á traustum grunni sem stuðlar að sjálfbærri þróun. Með því að nýta staðla sem leiðsögn geta stjórnvöld, fyrirtæki og samfélagið allt unnið saman að því að tryggja framtíðarvelferð Íslands í loftslagsmálum án þess að fórna einstökum náttúruauðlindum landsins. Þetta er leiðin til að sameina vernd og nýtingu orku með það að markmiði að tryggja sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnastjóri hjá Íslenskum stöðlum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Á sama tíma er nauðsynlegt að vernda einstaka náttúru landsins. Togstreitan milli náttúruverndar og orkunýtingar kallar á skýra stefnu sem tekur tillit til beggja sjónarmiða, og hér geta staðlar í umhverfismálum leikið lykilhlutverk. Náttúruverndarsamtök eins og Landvernd leggja áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurheimta röskuð vistkerfi. Þessi nálgun er grundvallaratriði í að tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í loftslagsmálum. Hins vegar er mikilvægt að ná jafnvægi milli náttúruverndar og orkunýtingar, sérstaklega þar sem orkuþörf landsins mun aukast með tímanum. Hlutverk staðla í náttúruvernd og nýtingu Staðlar geta veitt mikilvæga leiðsögn og stuðning við að ná þessum jafnvægi. Umhverfisstaðlar, eins og ÍST EN ISO 14001, setja fram kröfur um stjórnkerfi umhverfismála sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Með því að fylgja slíkum stöðlum geta orkuver og aðrir aðilar sem standa að stórum framkvæmdum tryggt að þau uppfylli ströng umhverfisskilyrði og draga þannig úr neikvæðum áhrifum á náttúruna. ÍST EN ISO 14001 er ekki eini staðallinn sem getur nýst. Einnig eru til sértækir staðlar sem miða að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, eins og ÍST EN ISO 50001 um orkunýtingu. Með því að fylgja þessum stöðlum geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að þau nýti orku á skilvirkan hátt og dragi þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda, án þess að skerða náttúru landsins óhóflega. Vindorkugarðar og staðlar Vindorkugarðar eru hluti af lausninni til að mæta orkuþörf og ná loftslagsmarkmiðum Íslands, en þeir þurfa að vera skipulagðir með virðingu fyrir náttúrunni. Staðlar eins og ÍST EN ISO 14001 geta tryggt að framkvæmdir fari fram með tilliti til umhverfisins, með áherslu á að lágmarka neikvæð áhrif. Til dæmis má með slíkum stöðlum tryggja að vindorkugarðar séu staðsettir á svæðum sem hafa minna náttúruverndargildi og að áhrif þeirra séu metin ítarlega áður en framkvæmdir hefjast. Íslensk stjórnvöld og fyrirtæki geta einnig nýtt sér staðla til að bæta samskipti við samfélagið og tryggja að hagsmunir allra séu virtir. Með því að innleiða staðla fyrir samfélagsábyrgð, eins og ÍST EN ISO 26000, geta fyrirtæki sýnt samfélagslega ábyrgð með þátttöku í ákvarðanatökuferli og stuðlað að trausti milli þeirra og almennings. Stefna til framtíðar með stuðningi staðla Til þess að Ísland geti náð framúrskarandi árangri í loftslagsmálum og orkunýtingu er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu sem byggir á að nýta staðla sem verkfæri til að tryggja jafnvægi á milli verndar og nýtingar. Slík stefna gæti tekið mið af öllum þeim þáttum sem skipta máli, eins og umhverfisvernd, orkunýtingu, nýsköpun og tækniþróun. Staðlar geta einnig stuðlað að auknu gagnsæi og bættum samskiptum milli opinberra aðila, fyrirtækja og almennings. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að orkuframleiðsla og orkunotkun snerta samfélagið allt og hafa áhrif á alla landsmenn. Það er ljóst að samspil náttúruverndar og orkunýtingar kallar á nýjar lausnir og samvinnu. Staðlar geta verið öflugt verkfæri til að tryggja að sú samvinna sé byggð á traustum grunni sem stuðlar að sjálfbærri þróun. Með því að nýta staðla sem leiðsögn geta stjórnvöld, fyrirtæki og samfélagið allt unnið saman að því að tryggja framtíðarvelferð Íslands í loftslagsmálum án þess að fórna einstökum náttúruauðlindum landsins. Þetta er leiðin til að sameina vernd og nýtingu orku með það að markmiði að tryggja sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnastjóri hjá Íslenskum stöðlum
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar