Hver á vindinn? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:00 Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar