Vindmyllur í Þykkvabæ

Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum
Biokraft ehf. vill reisa þrettán 149 metra vindmyllur norðan Þykkvabæjar þar sem tvær vindmyllur fyrirtækisins hafa framleitt rafmagn frá 2014. Uppsett afl verður 45 MW miðað við 1,2 MW í dag. Aflið er svipað og í Írafossvirkjun.

Byggingarkostnaður 170 milljónum hærri en fasteignamat
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmyllna sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir.

Uppsveitamenn fara utan að skoða vindmyllur
Útsendarar sex sveitarfélaga á Suðurlandi fara til Noregs eða Skotlands að skoða vindmyllur til að marka stefnu um þær. Tvær stórar myllur, sem hafnað var í Vorsabæ vegna skorts á umgjörð þar, voru í staðinn reistar í næsta sveitarfélagi.

Neitað um vindmyllulóð við Grindavík
Beiðni Biokraft ehf. um að fá að setja upp 62 metra háa vindmyllu á Stað í landi Grindavíkur hefur verið hafnað.