Fréttir ársins 2021

Fréttamynd

Vil­helm tók mynd ársins og frétta­mynd ársins

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Innlent
Fréttamynd

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins

Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á

1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021

Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent.

Neytendur
Fréttamynd

Ragn­heiður Ósk valin maður ársins 2021

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum

Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.