Fréttir ársins 2021

Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins
Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Bestu myndir ársins verðlaunaðar og sýndar almenningi
Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefst á morgun klukkan 15 á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Bestu myndir ársins verða verðlaunaðar.

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins
Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins 2021 á Íslandi
Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum hér á landi. Íslenska kvikmyndin Leynilögga var í öðru sæti listans.

Fram undan 2022: EM í sumar, HM í desember og kosningar í Frakklandi og Svíþjóð
Árið 2021 er liðið og árið 2022 mætt í öllu sínu veldi. „Enginn veit neitt og allir eru að gera sitt besta“ á sem fyrr við á tímum kórónuveirufaraldursins og því ef til vill erfitt að spá fyrir um fréttaárið sem fram undan er.

Bóksölulisti uppgjör: Glæpasagnadrottningin Yrsa hrifsar til sín krúnuna
Fyrir liggur uppgjör um bóksölu á síðasta ári. Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir er á toppi lista.

Um fimm hundruð manns sagt upp í hópuppsögnum á síðasta ári
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2021.

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á
1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021
Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent.

Öll fyrirtækin nema eitt í Kauphöllinni hækkuðu árið 2021
Verð á bréfum í Arion banka tvöfaldaðist árið 2021. Bréf í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni gáfu á bilinu tíu til hundrað prósent ávöxtun. Verð á bréfum Solid Clouds lækkaði um fjórðung.

Þetta eru 100 vinsælustu lög Bylgjunnar árið 2021
Bylgjan hefur tekið saman lista yfir hundrað vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2021.

Áramótakviss 2022: Manstu eftir því sem gerðist á síðasta ári?
Hversu vel fylgdist þú með fréttum og líðandi stund á síðasta ári? Spreyttu þig og taktu áramótakvissið hér á Vísi.

Viðtöl ársins: Missir, ofbeldi, fitusmánun og óþægilegu hlutirnir
Í hundruðum viðtala sem birst hafa á Vísi á þessu ári hafa einstaklingar opnað sig um veikindi, áföll, afbrot, Covid, missi, klám, fyrirtækjarekstur, ferilinn sinn og svona mætti lengi telja.

Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957
Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021.

Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp.

Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum
Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.

Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört
Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs?

Annálar 2021: Kosningaklúður, ástir og örlög Hollywood-stjarnanna og það besta frá Magnúsi Hlyni
Ólíkt fyrri árum ákvað fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar að brjóta aðeins upp á hinn árlega annál. Þetta árið birtist stuttur annáll á hverjum virkum degi í desembermánuði, þar sem farið var yfir það helsta á árinu.

Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer
Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða.

Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021
Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok.