Öll fyrirtækin nema eitt í Kauphöllinni hækkuðu árið 2021 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 11:12 Það var nóg um að vera í Kauphöllinni á árinu. Vísir/Vilhelm Verð á bréfum í Arion banka tvöfaldaðist árið 2021. Bréf í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni gáfu á bilinu tíu til hundrað prósent ávöxtun. Verð á bréfum Solid Clouds lækkaði um fjórðung. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri Kauphallarinnar fyrir árið 2021. Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla, Nasdaq Iceland, segir að árið 2021 hafi markað greinileg kaflaskil fyrir íslenska markaðinn. „Fjórar spennandi nýskráningar á hlutabréfamarkaðinn settu tóninn fyrir áframhaldandi innkomu almennra fjárfesta, sem létu sjá sig svo um munaði í öllum hlutafjárútboðum. Nefna má sérstaklega útboð Íslandsbanka sem var stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar með þátttöku um 24 þúsund fjárfesta,“ segir Finnbogi. Langmest viðskipti með bréf í Arion banka Á árinu hafi orðið tæplega áttatíu prósenta aukning í fjölda viðskipta og fjárfestar notið góðrar ávöxtunar þar sem Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um þriðjung á árinu. „Stærð markaðarins jókst þar með um tvo þriðju á árinu. Allt þetta og meira hefur sett íslenska hlutabréfamarkaðinn á kortið hjá erlendum vísitölufyrirtækjum að auki. Þannig eru líkur á að markaðurinn færist upp um gæðaflokkun á nýju ári sem myndi laða að enn fleiri erlenda fjárfesta og aukið fjármagn, íslenskum fyrirtækjum og markaðnum í heild sinni til hagsbóta.” Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um tæp 33% á árinu og stendur nú í 3.398 stigum. Heildarvísitala hlutabréfa (OMXIPI) hækkaði um 40,2%. Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.071 milljarði eða 4.285 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2020 602 milljarðar eða 2.417 milljónir á dag. Veltan jókst því um rúm 77% á milli ára. Mest viðskipti á árinu voru með bréf Arion banka (ARION), 259,8 milljarðar, Marel (MAREL), 119,9 milljarðar, Kviku banka (KVIKA), 107,3 milljarðar, Símans (SIMINN), 75,2 milljarðar og Festi (FESTI), 62,6 milljarðar. Fjöldi viðskipta árið 2021 voru 100.917 talsins eða um 404 á dag. Fjöldi viðskipta árið 2020 voru 56.337 eða um 226 á dag og jukust því um 79% á milli ára. Er þetta mesti fjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði í 14 ár. Flest viðskipti voru með bréf Icelandair Group (ICEAIR), 22.546, Íslandsbanka (ISB), 13.801, Arion banka (ARION), 10.844, Marel (MAREL), 7.850 og Kviku banka (KVIKA) 6.658. Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa Arion banka mest á árinu eða um 100,5% en þar á eftir bréf Eimskipafélags Íslands sem hækkuðu um 95,7% og bréf Origo sem hækkuðu um 80,5%. Á Nasdaq First North markaðnum hækkaði verð bréfa Kaldalóns mest eða um 66,7%. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.556 milljarðar samanborið við 1.563 milljarða í lok árs 2020 sem er um 64% hækkun milli ára. Á árinu 2021 voru hlutabréf fjögurra fyrirtækja tekin til viðskipta, Síldarvinnslan og Íslandsbanki á Aðalmarkað og Fly Play og Solid Clouds á First North. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.164 milljörðum á árinu sem samsvarar 4.658 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.100 milljóna veltu á dag árið 2020. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um 34% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 796 milljörðum og viðskipti með bankabréf 213 milljörðum. Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa nam 37,6 milljörðum króna á árinu og stendur heildarútgáfa nú í 113,2 milljörðum króna. Í lok árs voru 16 skuldabréf skráð á markað Kauphallarinnar fyrir sjálfbær skuldabréf og fjölgaði um 6 á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,2% á árinu og stendur nú í 1.711,3 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 1,5% á meðan sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 6,5%. Fréttir ársins 2021 Kauphöllin Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri Kauphallarinnar fyrir árið 2021. Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla, Nasdaq Iceland, segir að árið 2021 hafi markað greinileg kaflaskil fyrir íslenska markaðinn. „Fjórar spennandi nýskráningar á hlutabréfamarkaðinn settu tóninn fyrir áframhaldandi innkomu almennra fjárfesta, sem létu sjá sig svo um munaði í öllum hlutafjárútboðum. Nefna má sérstaklega útboð Íslandsbanka sem var stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar með þátttöku um 24 þúsund fjárfesta,“ segir Finnbogi. Langmest viðskipti með bréf í Arion banka Á árinu hafi orðið tæplega áttatíu prósenta aukning í fjölda viðskipta og fjárfestar notið góðrar ávöxtunar þar sem Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um þriðjung á árinu. „Stærð markaðarins jókst þar með um tvo þriðju á árinu. Allt þetta og meira hefur sett íslenska hlutabréfamarkaðinn á kortið hjá erlendum vísitölufyrirtækjum að auki. Þannig eru líkur á að markaðurinn færist upp um gæðaflokkun á nýju ári sem myndi laða að enn fleiri erlenda fjárfesta og aukið fjármagn, íslenskum fyrirtækjum og markaðnum í heild sinni til hagsbóta.” Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um tæp 33% á árinu og stendur nú í 3.398 stigum. Heildarvísitala hlutabréfa (OMXIPI) hækkaði um 40,2%. Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.071 milljarði eða 4.285 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2020 602 milljarðar eða 2.417 milljónir á dag. Veltan jókst því um rúm 77% á milli ára. Mest viðskipti á árinu voru með bréf Arion banka (ARION), 259,8 milljarðar, Marel (MAREL), 119,9 milljarðar, Kviku banka (KVIKA), 107,3 milljarðar, Símans (SIMINN), 75,2 milljarðar og Festi (FESTI), 62,6 milljarðar. Fjöldi viðskipta árið 2021 voru 100.917 talsins eða um 404 á dag. Fjöldi viðskipta árið 2020 voru 56.337 eða um 226 á dag og jukust því um 79% á milli ára. Er þetta mesti fjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði í 14 ár. Flest viðskipti voru með bréf Icelandair Group (ICEAIR), 22.546, Íslandsbanka (ISB), 13.801, Arion banka (ARION), 10.844, Marel (MAREL), 7.850 og Kviku banka (KVIKA) 6.658. Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa Arion banka mest á árinu eða um 100,5% en þar á eftir bréf Eimskipafélags Íslands sem hækkuðu um 95,7% og bréf Origo sem hækkuðu um 80,5%. Á Nasdaq First North markaðnum hækkaði verð bréfa Kaldalóns mest eða um 66,7%. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.556 milljarðar samanborið við 1.563 milljarða í lok árs 2020 sem er um 64% hækkun milli ára. Á árinu 2021 voru hlutabréf fjögurra fyrirtækja tekin til viðskipta, Síldarvinnslan og Íslandsbanki á Aðalmarkað og Fly Play og Solid Clouds á First North. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.164 milljörðum á árinu sem samsvarar 4.658 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.100 milljóna veltu á dag árið 2020. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um 34% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 796 milljörðum og viðskipti með bankabréf 213 milljörðum. Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa nam 37,6 milljörðum króna á árinu og stendur heildarútgáfa nú í 113,2 milljörðum króna. Í lok árs voru 16 skuldabréf skráð á markað Kauphallarinnar fyrir sjálfbær skuldabréf og fjölgaði um 6 á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,2% á árinu og stendur nú í 1.711,3 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 1,5% á meðan sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 6,5%.
Fréttir ársins 2021 Kauphöllin Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira